Fiat erfingi laug til um eigið mannrán Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 15:37 Lapo Elkann lifir hátt, en ef til vill of hátt. Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent
Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent