Hvað mega frambjóðendur vera margir? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2016 11:15 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun