Löggan í LA á Tesla Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 16:23 Teslan tekur sig vel út í lögguklæðum. Lögreglan í Los Angeles er einkar umhverfisvæn því í bílaflota hennar eru ekki bara eitt hundrað BMW i3 rafmagnsbílar heldur einnig Tesla Model S P85D bílar. BMW i3 bílarnir eru notaðir í verkefni sem ekki krefjast hraðs aksturs, en Tesla bílarnir eru afar hentugir til þess starfa því Model S P85D er aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða og fáir aðrir bílar sem stinga hann af. Tesla Model S P85D er líka með mikla drægni af rafmagnsbílum að vera, eða 450 km. Það kostar hinsvegar skildinginn að kaupa svo öfluga og vandaða gerð bíla sem Tesla Model S P85D, en verðmiðinn er yfir 100.000 dollarar, eða 11,5 milljónir króna. Ef til vill slær þó Tesla eitthvað af verði þessara bíla fyrir lögregluna í Los Angeles, þó ekki væri nema til þess að skapa gott fordæmi fyrir önnur lögregluembætti. Markmið lögregluembættisins í Los Angeles er að bílafloti þess mengi alls ekki neitt, en í bílaflota þess eru þó enn margir bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent
Lögreglan í Los Angeles er einkar umhverfisvæn því í bílaflota hennar eru ekki bara eitt hundrað BMW i3 rafmagnsbílar heldur einnig Tesla Model S P85D bílar. BMW i3 bílarnir eru notaðir í verkefni sem ekki krefjast hraðs aksturs, en Tesla bílarnir eru afar hentugir til þess starfa því Model S P85D er aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða og fáir aðrir bílar sem stinga hann af. Tesla Model S P85D er líka með mikla drægni af rafmagnsbílum að vera, eða 450 km. Það kostar hinsvegar skildinginn að kaupa svo öfluga og vandaða gerð bíla sem Tesla Model S P85D, en verðmiðinn er yfir 100.000 dollarar, eða 11,5 milljónir króna. Ef til vill slær þó Tesla eitthvað af verði þessara bíla fyrir lögregluna í Los Angeles, þó ekki væri nema til þess að skapa gott fordæmi fyrir önnur lögregluembætti. Markmið lögregluembættisins í Los Angeles er að bílafloti þess mengi alls ekki neitt, en í bílaflota þess eru þó enn margir bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent