Nýr forseti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun