Nýr forseti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun