IKEA hefur ákveðið að kalla inn súkkulaðið CHOKLAD MÖRK 60% og CHOKLAD MÖRK 70% þar sem upplýsingar um mjólkur- og heslihnetuinnihald vörunnar eru ófullnægjandi á umbúðunum.
Í tilkynningu frá IKEA segir að öryggi sé ávallt í forgangi hjá fyrirtækinu og því séu allir dagsetningarstimplar af CHOKLAD MÖRK 60% og CHOKLAD MÖRK 70% innkallaðir.
„Þeir sem eru með ofnæmi gætu fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar.
Viðskiptavinum sem eru með ofnæmi fyrir mjólk og/eða heslihnetum, og öðrum, er velkomið að skila vörunni í IKEA og fá hana endurgreidda. Við biðjumst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.
IKEA kallar inn súkkulaði
