Amazon er vinsælasta netverslunin hérlendis Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Jeff Bezos, forstjóri Amazon vísir/getty Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira