Byr í seglin í upphafi ferðalags Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna hér mikilvægum sigri í Höllinni í gær. Sigurinn var naumur en strákarnir sýndu karakter í lokin og byrja undankeppnina vel. vísir/ernir Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum. Handbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum.
Handbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti