Stjórnarskrá í heljargreipum Kristinn Már Ársælsson skrifar 4. október 2016 07:00 Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun