Stjórnarskrá í heljargreipum Kristinn Már Ársælsson skrifar 4. október 2016 07:00 Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar