Kosningaloforð og séríslenskir stjórnarhættir Arndís Herborg Björnsdóttir skrifar 4. október 2016 10:04 Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun