Grannadeilur á Glammastöðum: Málaferli, umdeild kaup og ákæra fyrir grjótkast Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2016 09:00 Sumarhús Zorans á Glammastaðalandi er til hægri á myndinni. Vísir/Pjetur Landeigandi við Glammastaðavatn í Hvalfjarðarsveit hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að kasta grjóti að öðrum landeiganda við vatnið sem var að gera við grindverk á landareign þess fyrrnefnda. Málið er ein birtingarmynd langvarandi deilna í sumarhúsabyggð við vatnið. Sá sem grunaður er um grjótkastið, Zoran Kokotovic, er sagður hafa keypt sumarhús á Glammastöðum fyrir um tíu árum og landareign sem kallast Glammastaðaland árið 2013. Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir milli Zorans og landeigendafélagsins á Glammastöðum og nokkrar þeirra endað fyrir dómstólum. Til að mynda höfðaði félagið mál haustið 2013 gegn VALZ ehf., félaginu sem er skráður eigandi landareignar Zorans. Vesna Djuric, sambýliskona Zorans, er skráð fyrir því félagi í fyrirtækjaskrá. Nágrannar þeirra Zorans og Vesnu, alls um fjörutíu manns, kröfðust þess að VALZ, sem þá hét Glammastaðir ehf., yrði gert að leggja vegi og vatnslagnir í frístundabyggðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag sem samþykkt var árið 2011.Gísli Árni Eggertsson, formaður landeigendafélagsins á Glammastöðum.Vísir/Rósa„Við teljum að landeigandinn eigi að klára þær kvaðir sem eru settar á hann samkvæmt deiliskipulaginu,“ segir Gísli Árni Eggertsson, formaður landeigendafélagsins. „Það hafi hann ekki gert og ætli sér augljóslega ekki að gera.“ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi landeigendafélaginu í hag sumarið 2014 og var VALZ gert að ráðast í framkvæmdirnar að viðlögðum tíu þúsund króna dagsektum til nágrannanna. Að auki bar VALZ að greiða hópnum eina og hálfa milljón króna í málskostnað.Málið fór þó áfram til Hæstaréttar sem taldi að málatilbúnaður hópsins hefði ekki verið nægilega skýr og vísaði málinu frá héraði. Þurftu þau að greiða VALZ 1,2 milljónir og Vesnu 400 þúsund krónur í málskostnað þar sem dómurinn taldi að mjög takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um það hvaða kröfur vegir og vatnslagnir ættu að uppfylla samkvæmt deiliskipulaginu. Samkvæmt Gísla Árna er nú til skoðunar hjá félaginu að láta taka saman allar þessar upplýsingar og höfða annað mál gegn VALZ. „Við eigum engan annan kost en að fara með þetta fyrir dómstólana,“ segir hann. „Þetta er fólk sem er búið að kaupa sér lóðir búið að greiða fyrir.“ Áður hafði komið upp ósætti milli Zorans og landeigendafélagsins, eða þegar VALZ keypti Glammastaðaland af Arion banka í ársbyrjun 2013. Að sögn Gísla Árna hafði landeigendafélagið þá þegar hafið viðræður við bankann um kaup á landareigninni. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Zoran á fund félagsins til að ræða kaupin, þrátt fyrir að hann hafi þá ekki verið skráður eigandi sumarhúss á Glammastöðum, heldur Vesna. Var hann þannig ekki gildur meðlimur í landeigendafélaginu. Zoran er sagður hafa sett sig alfarið upp á móti því að félagið keypti landið, á sama tíma og hann hafi sjálfur átt í viðræðum við bankann um kaup á sama landi.Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir í sumarhúsabyggðinni.Vísir/PjeturHið meinta grjótkast, sem Zoran sætir ákæru hjá héraðssaksóknara vegna, á að hafa átt sér stað árið 2014, vorið eftir að landeigandafélagið höfðaði málsóknina gegn VALZ. Nokkrir karlmenn úr hópi landeigenda fóru þá í árlega ferð til þess að lappa upp á girðingu sem liggur um frístundabyggðina og á að halda sauðfé frá húsunum og veginum. Þeir sem í ferðina fóru segja að Zoran hafi tekið því mjög illa þegar þeir fóru inn á landareign hans til þess að gera við þann hluta girðingarinnar. Hann hafi strax heimtað að þeir færu af landi hans og ekki hlustað á andmæli þeirra. Að lokum hafi Zoran náð í sleggju í hús sitt, beitt henni gegn girðingunni og grýtt nokkrum grjóthnullungum í átt að einum úr hópnum. „Hann kemur með miklum látum og missir sig algjörlega,“ segir Gísli Árni, sem var með í för. „Fyrsti steinninn fór mjög nærri hausnum á manninum, hann hörfar og svo koma bara steinarnir hver á eftir öðrum. Síðan, út af þessum málum öllum, hefnir hann sín með því að rífa niður girðinguna. Og núna í tvö sumur höfum við mátt búa við það að það kemur fullt af sauðfé inn á landið okkar.“ Zoran og nágrannar hafa meðal annars deilt um veiðirétt í Glammastaðavatni, en þaðan rennur Laxá í Leirársveit.Vísir/GVAÞá hafa Zoran og nágrannar deilt um veiðirétt í Glammastaðavatni, sem einnig er þekkt sem Þórisstaðavatn, en þaðan rennur Laxá í Leirársveit. Zoran er sagður hafa girt af vegslóða á landareign sinni sem liggur að vatninu en viðmælendur Vísis segja hann klárlega ekki í rétti til þess. VALZ ehf. tapaði fyrr í mánuðinum máli fyrir Hæstarétti þar sem deilt var um veiðirétt fyrir landi Glammastaða sem fór í eyði árið 1949. VALZ hafði þá höfðað mál gegn fyrri eigendum Glammastaðalands til að fá viðurkennt að landareigninni tilheyrði hlutfallslegur veiðiréttur. Eigendur Glammastaða seldu Glammastaðaland árið 2000. Málið fyrir Hæstarétti snerist um það hvort veiðiréttur í Laxá í Leirársveit hefði fylgt með en Hæstiréttur komst að því, í dómi sem sagður hefur verið fordæmisgefandi, að Glammastaðaland teldist ekki bújörð í hefðbundnum skilningi laganna og því hafi mátt aðskilja veiðiréttinn frá landareigninni þegar hún lagðist í eyði árið 1949. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar VALZ, sem þá hét Glammastaðir ehf., keypti eignina af Arion banka hafi í afsalinu sagt að deilur væru um veiðiréttindi fyrir eignina og að bankinn gæti ekki ábyrgst að þau réttindi fylgdu með, „þó lög kveði á um slíkt.“ Viðmælendur Vísis, sem þekkja til en vilja ekki koma fram undir nafni, sammælast um að Zoran hafi ítrekað gengið hart fram í deilum sínum við nágranna og sveitarstjórnarfulltrúa, verið mjög erfiður í samskiptum og jafnvel haft í hótunum við þá. Þess má geta að Zoran hefur áður ratað í fjölmiðla vegna samskiptaörðugleika en Fréttablaðið greindi frá því árið 2007 að fjölskylda Zorans hefði orðið eftir í Boston í Bandaríkjunum eftir að deila kom upp um sætaskipan í flugi Icelandair þaðan til Íslands.Fréttablaðið greindi frá því árið 2007 að fjölskylda Zorans hefði orðið eftir í Boston í Bandaríkjunum eftir að deila kom upp um sætaskipan í flugi Icelandair þaðan til Íslands.Zoran sagðist þá í viðtali við blaðið ætla að stefna flugstjóranum og flugfélaginu. Þau Zoran og Vesna höfðu farið til Boston með börn sín tvö vegna þess að sonur þeirra, þá þriggja mánaða, þurfti að gangast undir hjartaaðgerð. Tryggingastofnun hafði keypt miða á Saga Class fyrir fjölskylduna á leið út en þau uppgötvuðu þegar þau komu út í vél á heimleiðinni frá Boston að farmiðar þeirra til baka voru á almennu farrými. „Ég taldi að það færi ekki nógu vel um son okkar í almenna farrýminu þar sem við þyrftum þá að taka hann úr rúminu og vildum fá okkur flutt á Saga Class,“ sagði Zoran. „Þótt það væri bara ein stúlka sem sat þar var okkur sagt að það væri ekki hægt. Miðarnir okkar voru þannig að þeim átti að vera hægt að breyta og ég bauðst til að greiða mismuninn á staðnum en okkur var sagt að það væri útilokað.“ Fór svo að vélin fór án þeirra. Í fyrstu frétt Fréttablaðsins sagði að þeim hefði verið vísað úr vélinni en í annarri frétt daginn eftir sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að þau hefðu sjálf kosið að verða eftir. „Maðurinn neitaði að setjast niður og krafðist þess að fljúga á Saga Class,“ sagði Guðjón. „Engu tauti var við hann komandi og á brottfarartíma þurfti flugstjórinn að koma fram og bjóða honum tvo kosti: annaðhvort fengju þau sér sæti, svo að vélin gæti farið í loftið, eða þau yrðu að yfirgefa vélina. Maðurinn valdi seinni kostinn. Þá þurfti að taka farangur þeirra af vélinni og tafðist brottför flugsins um fimmtán mínútur þess vegna.“ Zoran Kokotovic vildi ekki tjá sig um ákæru héraðssaksóknara, sem þingfest verður í dag, þegar eftir því var leitað. Hvað varðar starfsemi VALZ ehf. óskaði hann eftir því að blaðamaður sendi honum tölvupóst með spurningum, en þeim pósti hefur ekki verið svarað. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Landeigandi við Glammastaðavatn í Hvalfjarðarsveit hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að kasta grjóti að öðrum landeiganda við vatnið sem var að gera við grindverk á landareign þess fyrrnefnda. Málið er ein birtingarmynd langvarandi deilna í sumarhúsabyggð við vatnið. Sá sem grunaður er um grjótkastið, Zoran Kokotovic, er sagður hafa keypt sumarhús á Glammastöðum fyrir um tíu árum og landareign sem kallast Glammastaðaland árið 2013. Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir milli Zorans og landeigendafélagsins á Glammastöðum og nokkrar þeirra endað fyrir dómstólum. Til að mynda höfðaði félagið mál haustið 2013 gegn VALZ ehf., félaginu sem er skráður eigandi landareignar Zorans. Vesna Djuric, sambýliskona Zorans, er skráð fyrir því félagi í fyrirtækjaskrá. Nágrannar þeirra Zorans og Vesnu, alls um fjörutíu manns, kröfðust þess að VALZ, sem þá hét Glammastaðir ehf., yrði gert að leggja vegi og vatnslagnir í frístundabyggðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag sem samþykkt var árið 2011.Gísli Árni Eggertsson, formaður landeigendafélagsins á Glammastöðum.Vísir/Rósa„Við teljum að landeigandinn eigi að klára þær kvaðir sem eru settar á hann samkvæmt deiliskipulaginu,“ segir Gísli Árni Eggertsson, formaður landeigendafélagsins. „Það hafi hann ekki gert og ætli sér augljóslega ekki að gera.“ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi landeigendafélaginu í hag sumarið 2014 og var VALZ gert að ráðast í framkvæmdirnar að viðlögðum tíu þúsund króna dagsektum til nágrannanna. Að auki bar VALZ að greiða hópnum eina og hálfa milljón króna í málskostnað.Málið fór þó áfram til Hæstaréttar sem taldi að málatilbúnaður hópsins hefði ekki verið nægilega skýr og vísaði málinu frá héraði. Þurftu þau að greiða VALZ 1,2 milljónir og Vesnu 400 þúsund krónur í málskostnað þar sem dómurinn taldi að mjög takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um það hvaða kröfur vegir og vatnslagnir ættu að uppfylla samkvæmt deiliskipulaginu. Samkvæmt Gísla Árna er nú til skoðunar hjá félaginu að láta taka saman allar þessar upplýsingar og höfða annað mál gegn VALZ. „Við eigum engan annan kost en að fara með þetta fyrir dómstólana,“ segir hann. „Þetta er fólk sem er búið að kaupa sér lóðir búið að greiða fyrir.“ Áður hafði komið upp ósætti milli Zorans og landeigendafélagsins, eða þegar VALZ keypti Glammastaðaland af Arion banka í ársbyrjun 2013. Að sögn Gísla Árna hafði landeigendafélagið þá þegar hafið viðræður við bankann um kaup á landareigninni. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Zoran á fund félagsins til að ræða kaupin, þrátt fyrir að hann hafi þá ekki verið skráður eigandi sumarhúss á Glammastöðum, heldur Vesna. Var hann þannig ekki gildur meðlimur í landeigendafélaginu. Zoran er sagður hafa sett sig alfarið upp á móti því að félagið keypti landið, á sama tíma og hann hafi sjálfur átt í viðræðum við bankann um kaup á sama landi.Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir í sumarhúsabyggðinni.Vísir/PjeturHið meinta grjótkast, sem Zoran sætir ákæru hjá héraðssaksóknara vegna, á að hafa átt sér stað árið 2014, vorið eftir að landeigandafélagið höfðaði málsóknina gegn VALZ. Nokkrir karlmenn úr hópi landeigenda fóru þá í árlega ferð til þess að lappa upp á girðingu sem liggur um frístundabyggðina og á að halda sauðfé frá húsunum og veginum. Þeir sem í ferðina fóru segja að Zoran hafi tekið því mjög illa þegar þeir fóru inn á landareign hans til þess að gera við þann hluta girðingarinnar. Hann hafi strax heimtað að þeir færu af landi hans og ekki hlustað á andmæli þeirra. Að lokum hafi Zoran náð í sleggju í hús sitt, beitt henni gegn girðingunni og grýtt nokkrum grjóthnullungum í átt að einum úr hópnum. „Hann kemur með miklum látum og missir sig algjörlega,“ segir Gísli Árni, sem var með í för. „Fyrsti steinninn fór mjög nærri hausnum á manninum, hann hörfar og svo koma bara steinarnir hver á eftir öðrum. Síðan, út af þessum málum öllum, hefnir hann sín með því að rífa niður girðinguna. Og núna í tvö sumur höfum við mátt búa við það að það kemur fullt af sauðfé inn á landið okkar.“ Zoran og nágrannar hafa meðal annars deilt um veiðirétt í Glammastaðavatni, en þaðan rennur Laxá í Leirársveit.Vísir/GVAÞá hafa Zoran og nágrannar deilt um veiðirétt í Glammastaðavatni, sem einnig er þekkt sem Þórisstaðavatn, en þaðan rennur Laxá í Leirársveit. Zoran er sagður hafa girt af vegslóða á landareign sinni sem liggur að vatninu en viðmælendur Vísis segja hann klárlega ekki í rétti til þess. VALZ ehf. tapaði fyrr í mánuðinum máli fyrir Hæstarétti þar sem deilt var um veiðirétt fyrir landi Glammastaða sem fór í eyði árið 1949. VALZ hafði þá höfðað mál gegn fyrri eigendum Glammastaðalands til að fá viðurkennt að landareigninni tilheyrði hlutfallslegur veiðiréttur. Eigendur Glammastaða seldu Glammastaðaland árið 2000. Málið fyrir Hæstarétti snerist um það hvort veiðiréttur í Laxá í Leirársveit hefði fylgt með en Hæstiréttur komst að því, í dómi sem sagður hefur verið fordæmisgefandi, að Glammastaðaland teldist ekki bújörð í hefðbundnum skilningi laganna og því hafi mátt aðskilja veiðiréttinn frá landareigninni þegar hún lagðist í eyði árið 1949. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar VALZ, sem þá hét Glammastaðir ehf., keypti eignina af Arion banka hafi í afsalinu sagt að deilur væru um veiðiréttindi fyrir eignina og að bankinn gæti ekki ábyrgst að þau réttindi fylgdu með, „þó lög kveði á um slíkt.“ Viðmælendur Vísis, sem þekkja til en vilja ekki koma fram undir nafni, sammælast um að Zoran hafi ítrekað gengið hart fram í deilum sínum við nágranna og sveitarstjórnarfulltrúa, verið mjög erfiður í samskiptum og jafnvel haft í hótunum við þá. Þess má geta að Zoran hefur áður ratað í fjölmiðla vegna samskiptaörðugleika en Fréttablaðið greindi frá því árið 2007 að fjölskylda Zorans hefði orðið eftir í Boston í Bandaríkjunum eftir að deila kom upp um sætaskipan í flugi Icelandair þaðan til Íslands.Fréttablaðið greindi frá því árið 2007 að fjölskylda Zorans hefði orðið eftir í Boston í Bandaríkjunum eftir að deila kom upp um sætaskipan í flugi Icelandair þaðan til Íslands.Zoran sagðist þá í viðtali við blaðið ætla að stefna flugstjóranum og flugfélaginu. Þau Zoran og Vesna höfðu farið til Boston með börn sín tvö vegna þess að sonur þeirra, þá þriggja mánaða, þurfti að gangast undir hjartaaðgerð. Tryggingastofnun hafði keypt miða á Saga Class fyrir fjölskylduna á leið út en þau uppgötvuðu þegar þau komu út í vél á heimleiðinni frá Boston að farmiðar þeirra til baka voru á almennu farrými. „Ég taldi að það færi ekki nógu vel um son okkar í almenna farrýminu þar sem við þyrftum þá að taka hann úr rúminu og vildum fá okkur flutt á Saga Class,“ sagði Zoran. „Þótt það væri bara ein stúlka sem sat þar var okkur sagt að það væri ekki hægt. Miðarnir okkar voru þannig að þeim átti að vera hægt að breyta og ég bauðst til að greiða mismuninn á staðnum en okkur var sagt að það væri útilokað.“ Fór svo að vélin fór án þeirra. Í fyrstu frétt Fréttablaðsins sagði að þeim hefði verið vísað úr vélinni en í annarri frétt daginn eftir sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að þau hefðu sjálf kosið að verða eftir. „Maðurinn neitaði að setjast niður og krafðist þess að fljúga á Saga Class,“ sagði Guðjón. „Engu tauti var við hann komandi og á brottfarartíma þurfti flugstjórinn að koma fram og bjóða honum tvo kosti: annaðhvort fengju þau sér sæti, svo að vélin gæti farið í loftið, eða þau yrðu að yfirgefa vélina. Maðurinn valdi seinni kostinn. Þá þurfti að taka farangur þeirra af vélinni og tafðist brottför flugsins um fimmtán mínútur þess vegna.“ Zoran Kokotovic vildi ekki tjá sig um ákæru héraðssaksóknara, sem þingfest verður í dag, þegar eftir því var leitað. Hvað varðar starfsemi VALZ ehf. óskaði hann eftir því að blaðamaður sendi honum tölvupóst með spurningum, en þeim pósti hefur ekki verið svarað.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira