Óbreyttir stýrivextir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 08:58 Arnót Sighvatsson og Már Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum í morgun. Í rökstuðningi bankans er bent á að flest bendi til þess að hagvöxtur verði enn meiri í ár en í fyrra. Verðbólga sé þó enn undir markmiði og hafi verið um tveggja ára skeið. Klukkan tíu hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur kynna rökin fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. Jafnframt verður efni nýútgefinna peningamála kynnt.Rökstuðningur Seðlabanka ÍslandsSamkvæmt áætlun Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 4% sem er mjög nærri febrúarspá Seðlabankans. Horfur eru á að hagvöxtur verði enn meiri í ár eða 4,5% samkvæmt spánni sem birtist í Peningamálum í dag. Þetta er lítillega meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig verið endurskoðaðar upp á við og er spáð 4% hagvexti í stað 3,4% í febrúar. Á innlendum vinnumarkaði birtist vöxturinn í örri fjölgun starfa, vaxandi atvinnuþátttöku og minnkandi atvinnuleysi. Langtímaatvinnuleysi er nánast horfið og erfiðara fyrir fyrirtæki að ráða í laus störf en verið hefur um langt skeið. Þrátt fyrir miklar launahækkanir og vaxandi framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um ríflega tveggja ára skeið. Í apríl mældist verðbólga 1,6%, svipuð og hún var fyrir ári. Sem fyrr vegast þar á annars vegar innlendur verðbólguþrýstingur og hins vegar áhrif gengishækkunar krónunnar og óvenju lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. Að öðru óbreyttu er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram eftir ári en aukist þegar innflutningsverðlag hættir að lækka. Samkvæmt spá Seðlabankans verður verðbólga 3% á lokafjórðungi ársins og 4½% á seinni hluta næsta árs en tekur síðan að þokast að markmiði fyrir tilstilli aðhaldssamrar peningastefnu. Þetta er heldur meiri verðbólga en spáð var í febrúar og skýrist munurinn af því að nú eru horfur á meiri vexti efnahagsumsvifa en þá var gert ráð fyrir. Alþjóðleg verðlagsþróun og sterkari króna hafa veitt svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. Að sama skapi eru vísbendingar um að peningastefnan hafi skapað verðbólguvæntingum traustari kjölfestu en áður og stuðlað að því að verðbólga hefur aukist minna en vænta mátti í kjölfar mikilla launahækkana. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðlabankans er líklegt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni. Tengdar fréttir Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um að stýrivextir yrðu áfram 5,75 prósent. 16. mars 2016 09:45 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum í morgun. Í rökstuðningi bankans er bent á að flest bendi til þess að hagvöxtur verði enn meiri í ár en í fyrra. Verðbólga sé þó enn undir markmiði og hafi verið um tveggja ára skeið. Klukkan tíu hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur kynna rökin fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. Jafnframt verður efni nýútgefinna peningamála kynnt.Rökstuðningur Seðlabanka ÍslandsSamkvæmt áætlun Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 4% sem er mjög nærri febrúarspá Seðlabankans. Horfur eru á að hagvöxtur verði enn meiri í ár eða 4,5% samkvæmt spánni sem birtist í Peningamálum í dag. Þetta er lítillega meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig verið endurskoðaðar upp á við og er spáð 4% hagvexti í stað 3,4% í febrúar. Á innlendum vinnumarkaði birtist vöxturinn í örri fjölgun starfa, vaxandi atvinnuþátttöku og minnkandi atvinnuleysi. Langtímaatvinnuleysi er nánast horfið og erfiðara fyrir fyrirtæki að ráða í laus störf en verið hefur um langt skeið. Þrátt fyrir miklar launahækkanir og vaxandi framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um ríflega tveggja ára skeið. Í apríl mældist verðbólga 1,6%, svipuð og hún var fyrir ári. Sem fyrr vegast þar á annars vegar innlendur verðbólguþrýstingur og hins vegar áhrif gengishækkunar krónunnar og óvenju lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. Að öðru óbreyttu er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram eftir ári en aukist þegar innflutningsverðlag hættir að lækka. Samkvæmt spá Seðlabankans verður verðbólga 3% á lokafjórðungi ársins og 4½% á seinni hluta næsta árs en tekur síðan að þokast að markmiði fyrir tilstilli aðhaldssamrar peningastefnu. Þetta er heldur meiri verðbólga en spáð var í febrúar og skýrist munurinn af því að nú eru horfur á meiri vexti efnahagsumsvifa en þá var gert ráð fyrir. Alþjóðleg verðlagsþróun og sterkari króna hafa veitt svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. Að sama skapi eru vísbendingar um að peningastefnan hafi skapað verðbólguvæntingum traustari kjölfestu en áður og stuðlað að því að verðbólga hefur aukist minna en vænta mátti í kjölfar mikilla launahækkana. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðlabankans er líklegt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni.
Tengdar fréttir Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um að stýrivextir yrðu áfram 5,75 prósent. 16. mars 2016 09:45 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um að stýrivextir yrðu áfram 5,75 prósent. 16. mars 2016 09:45
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent