Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2016 16:08 Bæta þyrfti innviði hér á landi verði verkefnið að veruleika. vísir/vilhelm Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00
Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00