Og nú að allt öðru… Líf Magneudóttir skrifar 7. mars 2016 00:00 Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun