Allar loftlínurnar lagðar í jörð Svavar Hávarðsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Þegar hefur verið skipt út yfir 4.000 kílómetrum af loftlínum. Mynd/RARIK RARIK ohf., sem er hlutafélag í eigu ríkisins, ætlar á næstu 20 árum að endurnýja allt dreifikerfi sitt með jarðstrengjum og skipta út ríflega 4.000 kílómetrum af loftlínum á þeim tíma. Félagið hefur fjármagnað fyrsta áfanga þessa átaks sem mun ljúka árið 2020. Ólafur Hilmar Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs RARIK, segir það ekki hafa farið hátt að vinna við að skipta loftlínum út fyrir jarðstrengi í dreifikerfi fyrirtækisins hófst fyrir um tuttugu árum. „Á þeim tíma kom að þeim skurðpunkti að kostnaður við að leggja loftlínur og jarðstreng á þeirri spennu sem við erum að vinna með, varð jafnhár. Síðan hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi verið lægri en að byggja loftlínur,“ segir Ólafur en dreifikerfi fyrirtækisins er á mun lægri spennu en flutningskerfi Landsnets sem hefur verið mikið í umræðunni en kostnaðarmunur loftlínu og jarðstrengs eykst eftir því sem spennan er hærri. Í vikunni var undirritaður lánasamningur milli RARIK og Norræna fjárfestingarbankans (NIB) að andvirði þriggja og hálfs milljarðs íslenskra króna [25 milljónir evra] til að fjármagna fyrsta áfanga endurnýjunar dreifikerfisins sem ljúka á árið 2020. Það nær til rúmlega 1.200 kílómetra af loftlínum en dreifikerfi fyrirtækisins er um 8.700 kílómetrar þegar allt er talið. RARIK hefur þegar lagt 55% af dreifikerfi sínu í jörð, þannig að ríflega 4.000 kílómetrar eru eftir. Að loknum fyrsta áfanga árið 2020 verða um 2.800 kílómetrar í loftlínukerfi RARIK, sem á fimmtán árum verður jafnt og þétt lagt í jörð. Með þessum framkvæmdum á að draga úr truflunum og rafmagnsleysi vegna veðurs og draga úr viðhaldsþörf.Ólafur Hilmar SverrissonÓlafur líkir dreifikerfi RARIK við háræðanet, og er það dreift um allt land. Um 1995 hófst vinna við að skipta út þeim loftlínum sem ollu mestum vandræðum – truflunarskráning sýndi hvar mesta ísingarhættan var og verstu veðrin. Á þeim svæðum var loftlínum fyrst skipt út. Í dag er hægt að horfa til annarra svæða þar sem enn eru truflanir en í minni mæli en á þeim hluta dreifikerfisins sem mestar truflanir hafa verið sögulega. „Eitt af því sem kemur inn í þá mynd eru fuglar sem fljúga á línurnar, en á vissum árstímum er það að valda truflunum,“ segir Ólafur og nefnir Suðurlandið sem dæmi. „En svo er það auðvitað líka aldur línanna sem er alltaf í skoðun – bæði árlega og til lengri tíma litið.“ Sjónræni þátturinn skiptir hér líka miklu máli. Hluti af loftlínunum hafa verið svo lengi í notkun að almenningur veitir þeim kannski ekki mikla athygli. Ólafur segir skipta miklu í umhverfislegu tilliti að geta skipt þeim út fyrir jarðstrengi, sem sýni að loftlínur eru afturkræfar framkvæmdir.Síðasta stóra tjónið var í 7. desember veðrinu Áætlaður heildarkostnaður RARIK vegna tjóna í óveðrinu 7. – 8. desember 2015 er á milli 70 og 80 milljónir. Alls brotnuðu 70 staurar í veðrinu, nokkrar slár og vírslit, auk ýmissa smærri bilana, en 17 staurar brotnuðu í Blönduhlíð í Skagafirði, 12 staurar brotnuðu í línum í Öxarfirði og 19 staurar brotnuðu í Víkurlínu. Auk þess brotnuðu stakir staurar vítt breitt um landið, að undanskildu Austurlandi. Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
RARIK ohf., sem er hlutafélag í eigu ríkisins, ætlar á næstu 20 árum að endurnýja allt dreifikerfi sitt með jarðstrengjum og skipta út ríflega 4.000 kílómetrum af loftlínum á þeim tíma. Félagið hefur fjármagnað fyrsta áfanga þessa átaks sem mun ljúka árið 2020. Ólafur Hilmar Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs RARIK, segir það ekki hafa farið hátt að vinna við að skipta loftlínum út fyrir jarðstrengi í dreifikerfi fyrirtækisins hófst fyrir um tuttugu árum. „Á þeim tíma kom að þeim skurðpunkti að kostnaður við að leggja loftlínur og jarðstreng á þeirri spennu sem við erum að vinna með, varð jafnhár. Síðan hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi verið lægri en að byggja loftlínur,“ segir Ólafur en dreifikerfi fyrirtækisins er á mun lægri spennu en flutningskerfi Landsnets sem hefur verið mikið í umræðunni en kostnaðarmunur loftlínu og jarðstrengs eykst eftir því sem spennan er hærri. Í vikunni var undirritaður lánasamningur milli RARIK og Norræna fjárfestingarbankans (NIB) að andvirði þriggja og hálfs milljarðs íslenskra króna [25 milljónir evra] til að fjármagna fyrsta áfanga endurnýjunar dreifikerfisins sem ljúka á árið 2020. Það nær til rúmlega 1.200 kílómetra af loftlínum en dreifikerfi fyrirtækisins er um 8.700 kílómetrar þegar allt er talið. RARIK hefur þegar lagt 55% af dreifikerfi sínu í jörð, þannig að ríflega 4.000 kílómetrar eru eftir. Að loknum fyrsta áfanga árið 2020 verða um 2.800 kílómetrar í loftlínukerfi RARIK, sem á fimmtán árum verður jafnt og þétt lagt í jörð. Með þessum framkvæmdum á að draga úr truflunum og rafmagnsleysi vegna veðurs og draga úr viðhaldsþörf.Ólafur Hilmar SverrissonÓlafur líkir dreifikerfi RARIK við háræðanet, og er það dreift um allt land. Um 1995 hófst vinna við að skipta út þeim loftlínum sem ollu mestum vandræðum – truflunarskráning sýndi hvar mesta ísingarhættan var og verstu veðrin. Á þeim svæðum var loftlínum fyrst skipt út. Í dag er hægt að horfa til annarra svæða þar sem enn eru truflanir en í minni mæli en á þeim hluta dreifikerfisins sem mestar truflanir hafa verið sögulega. „Eitt af því sem kemur inn í þá mynd eru fuglar sem fljúga á línurnar, en á vissum árstímum er það að valda truflunum,“ segir Ólafur og nefnir Suðurlandið sem dæmi. „En svo er það auðvitað líka aldur línanna sem er alltaf í skoðun – bæði árlega og til lengri tíma litið.“ Sjónræni þátturinn skiptir hér líka miklu máli. Hluti af loftlínunum hafa verið svo lengi í notkun að almenningur veitir þeim kannski ekki mikla athygli. Ólafur segir skipta miklu í umhverfislegu tilliti að geta skipt þeim út fyrir jarðstrengi, sem sýni að loftlínur eru afturkræfar framkvæmdir.Síðasta stóra tjónið var í 7. desember veðrinu Áætlaður heildarkostnaður RARIK vegna tjóna í óveðrinu 7. – 8. desember 2015 er á milli 70 og 80 milljónir. Alls brotnuðu 70 staurar í veðrinu, nokkrar slár og vírslit, auk ýmissa smærri bilana, en 17 staurar brotnuðu í Blönduhlíð í Skagafirði, 12 staurar brotnuðu í línum í Öxarfirði og 19 staurar brotnuðu í Víkurlínu. Auk þess brotnuðu stakir staurar vítt breitt um landið, að undanskildu Austurlandi.
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira