Upphrópanir um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent