Orð um orð Guðrún Nordal skrifar 16. mars 2016 07:00 Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undanfarna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opinn. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng.is, með eins opnum notkunarleyfum og kostur er. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er sprottin upp úr tungutækniátaki stjórnvalda eftir aldamótin. Í því átaki var meðal annars sett það skilyrði að gögn sem yrðu til í átakinu yrðu öllum aðgengileg, en ekki ókeypis. Stjórnvöld vildu að gögnin stæðu undir viðhaldi með tíð og tíma. Þróun BÍN var haldið áfram á Orðabók Háskólans, síðar SÁM, og árið 2009 var horfið frá fyrri stefnu stjórnvalda og gjaldtöku hætt. Frá upphafi hafa öll beygingardæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunarinnar og að sjálfsögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birtingar á beygingardæmum, enda sé uppruna getið. Gögnin hafa verið nýtt á fjölbreytilegan hátt, t.d. í leitarvélum á já.is, Vísindavef Háskólans, Snöru og íslensk-skandinavísku veforðabókinni Islex, í leiðréttingarforritum og við gerð tölvuleikja á borð við Netskrafl o.fl.Mállýsing en ekki forskrift Ástæðan fyrir því að birting beygingardæma hefur ekki verið leyfð er sú að BÍN er mállýsing en ekki forskrift. Það þýðir að ýmislegt sem ekki er endilega „réttast og best“ birtist í BÍN, en þá jafnan með skýringum. Ef nota á BÍN sem grunn að leiðbeiningum eða kennsluefni þarf að taka úrtak úr gögnunum sem sérsniðið er að þeim þörfum. Ef gögnin úr BÍN eru notuð í núverandi mynd gæti nemandi haldið að „hendi“ sé gott og gilt í öllum föllum og í hvaða samhengi sem er þótt sú notkun sé í raun takmörkuð við merkinguna 'snerting við bolta' í íþróttamáli. Í BÍN eru líka eðli málsins samkvæmt stafsetningarafbrigði sem ekki eru í samræmi við núgildandi stafsetningarreglur. Almenningur gerir kröfu til þess að efni sem birt er í nafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé til fyrirmyndar, enda er hlutverk stofnunarinnar „að stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu… og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli“ (Lög nr. 40 12. júní 2006). Stofnunin getur ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum sem verður til þegar beygingarupplýsingar eru slitnar úr samhengi og þess vegna er birting beygingardæma úr BÍN óheimil. Rætt hefur verið innan stofnunarinnar að búa til úrtak úr BÍN sem m.a. mætti nýta í kennsluefni. Óskandi væri að hægt væri að hrinda því verkefni af stað sem fyrst. Enn fremur má vekja athygli á því að nýlega barst SÁM fjárstyrkur til að stórbæta þjónustu sína við almenning með uppsetningu nýrrar vefgáttar, Málið.is. Þar verða öll gagnasöfn stofnunarinnar um íslenskt mál og málnotkun aðgengileg á einum stað og leitarbær í einföldu viðmóti. Þar verður hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga. Stefnt er að opnun vefgáttarinnar síðar á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undanfarna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opinn. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng.is, með eins opnum notkunarleyfum og kostur er. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er sprottin upp úr tungutækniátaki stjórnvalda eftir aldamótin. Í því átaki var meðal annars sett það skilyrði að gögn sem yrðu til í átakinu yrðu öllum aðgengileg, en ekki ókeypis. Stjórnvöld vildu að gögnin stæðu undir viðhaldi með tíð og tíma. Þróun BÍN var haldið áfram á Orðabók Háskólans, síðar SÁM, og árið 2009 var horfið frá fyrri stefnu stjórnvalda og gjaldtöku hætt. Frá upphafi hafa öll beygingardæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunarinnar og að sjálfsögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birtingar á beygingardæmum, enda sé uppruna getið. Gögnin hafa verið nýtt á fjölbreytilegan hátt, t.d. í leitarvélum á já.is, Vísindavef Háskólans, Snöru og íslensk-skandinavísku veforðabókinni Islex, í leiðréttingarforritum og við gerð tölvuleikja á borð við Netskrafl o.fl.Mállýsing en ekki forskrift Ástæðan fyrir því að birting beygingardæma hefur ekki verið leyfð er sú að BÍN er mállýsing en ekki forskrift. Það þýðir að ýmislegt sem ekki er endilega „réttast og best“ birtist í BÍN, en þá jafnan með skýringum. Ef nota á BÍN sem grunn að leiðbeiningum eða kennsluefni þarf að taka úrtak úr gögnunum sem sérsniðið er að þeim þörfum. Ef gögnin úr BÍN eru notuð í núverandi mynd gæti nemandi haldið að „hendi“ sé gott og gilt í öllum föllum og í hvaða samhengi sem er þótt sú notkun sé í raun takmörkuð við merkinguna 'snerting við bolta' í íþróttamáli. Í BÍN eru líka eðli málsins samkvæmt stafsetningarafbrigði sem ekki eru í samræmi við núgildandi stafsetningarreglur. Almenningur gerir kröfu til þess að efni sem birt er í nafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé til fyrirmyndar, enda er hlutverk stofnunarinnar „að stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu… og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli“ (Lög nr. 40 12. júní 2006). Stofnunin getur ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum sem verður til þegar beygingarupplýsingar eru slitnar úr samhengi og þess vegna er birting beygingardæma úr BÍN óheimil. Rætt hefur verið innan stofnunarinnar að búa til úrtak úr BÍN sem m.a. mætti nýta í kennsluefni. Óskandi væri að hægt væri að hrinda því verkefni af stað sem fyrst. Enn fremur má vekja athygli á því að nýlega barst SÁM fjárstyrkur til að stórbæta þjónustu sína við almenning með uppsetningu nýrrar vefgáttar, Málið.is. Þar verða öll gagnasöfn stofnunarinnar um íslenskt mál og málnotkun aðgengileg á einum stað og leitarbær í einföldu viðmóti. Þar verður hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga. Stefnt er að opnun vefgáttarinnar síðar á þessu ári.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar