Dansandi átta barna móðir Elín Albertsdóttir skrifar 22. apríl 2016 11:00 Auður Sveinbjörnsdóttir fann gleðina í zumba-dansinum sem átti mjög vel við hana. MYND/ERNIR Auður Sveinbjörnsdóttir er átta barna móðir og amma sex barna. Hún var komin yfir fertugt þegar hún sótti sinn fyrsta zumba-tíma í Valsheimilinu og þá var ekki aftur snúið. Hún er núna eftirsóttur zumba-kennari. Auður segist ekkert hafa hreyft sig áður en hún fór í sinn fyrsta zumba-tíma. „Ég á átta börn og þar sem ég var alltaf ólétt varð lítið um hreyfingu,“ segir hún. „Það var árið 2010 sem ég fór með saumklúbbnum mínum í zumba-tíma í Valsheimilinu. Við í klúbbnum ákváðum að prófa þennan tíma saman. Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig. Ég var í jazzballett á unglingsaldri og fann mig strax í þessu. Þessi gleði sem fylgir dansinum átti vel við mig. Það varð til þess að ég fór til Noregs 2011 til að ná mér í kennararéttindi. Þetta var eitthvað sem kom mér algjörlega af stað í hreyfingu,“ segir hún.Eingöngu gleði „Félagsskapurinn skiptir miklu máli í zumba. Maður kynnist fullt af hressu fólki og við gerum eitt og annað utan tímanna, förum út að borða eða í bíó. Ef þú ert þreytt eða í vondu skapi þá ferðu glöð heim úr zumba,“ segir Auður og bætir við að fleiri karlar mættu gjarnan láta sjá sig en konur eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja í þessa tíma. „Það geta allir stundað þessa heilsurækt, maður þarf ekki að vera í neinu formi til að byrja. Ég er með iðkendur frá 13 ára upp í 67 ára. Auk þess leyfi ég fólki að koma og prófa og athuga hvort það finni sig í þessu,“ segir hún. „Mér finnst ég alltaf í stuði og í góðu skapi þegar ég kem heim úr zumba og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Núna get ég sameinað áhugamálið mitt og vinnu. Ég er alltaf spennt að fara í vinnuna, hvort sem það er klukkan sex á morgnana, síðdegis eða á kvöldin.“Frá S-Ameríku Zumba-dansinn kemur upphaflega frá Kolumbíu. Suður-ameríski dansarinn, Alberto „Beto“ Perez, skapaði þennan dans fyrir tilviljun árið 1990. Zumba er bæði dans og eróbikk, blanda meðal annars af hip-hop, soca, samba, salsa, flamenco, raggie, tangó og mambó. Talið er að um 15 milljónir manna í 180 löndum dansi zumba reglulega. Byrjað var að kenna zumba hér á landi árið 2010. Þegar Auður er spurð hvað fólk fái út úr þessari hreyfingu, svarar hún. „Mikla hreyfingu og hörku brennslu. Við dönsum af okkur kílóin og maður verður hissa þegar buxurnar eru bara allt í einu orðnar of víðar. Þegar við dönsum er það svo ólíkt annarri líkamsrækt. Þetta er góð hreyfing fyrir allan skrokkinn og þolið eykst hratt.“Auður hafði aldrei hreyft sig þegar hún kynntist zumba árið 2010. „Þá var ekki aftur snúið.“ MYND/ERNIRAldrei of seint Auður var 43 ára þegar hún byrjaði að hreyfa sig í fyrsta sinn. Hún er góð fyrirmynd og hvatning fyrir konur sem komnar eru á miðjan aldur að byrja líkamsrækt. „Bara taka skrefið út fyrir þægindarammann. Við getum allt og eigum að láta drauma okkar rætast. Það er aldrei of seint að byrja. Ég er í miklu betra formi núna heldur en þegar ég var 25 ára auk þess sem mér líður vel andlega og líkamlega.“ Mikil umræða hefur verið um nauðsyn hreyfingar á undanförnum árum. Sannað þykir að hreyfing kemur í veg fyrir margvíslega lífsstílssjúkdóma og stoðkerfisvandamál á efri árum. Auk þess sem hreyfing hefur góð áhrif á blóðþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma. „Það er ekki spurning að hreyfing er góð forvörn. Ég hef séð rosalega hressar eldri konur sem hafa verið duglegar að hreyfa sig. Svo má ekki vanmeta gleðina sem dansinn skapar. Endorfínið blossar upp í líkamanum. Maður sér að þegar fólk er glatt og í góðu skapi þá verður það miklu jákvæðara. Við spjöllum oft saman og það er aldrei á neikvæðum nótum. Vandamálin gleymast á meðan fólk dansar svo þetta er mjög góð leið til að losa sig undan stressi, kvíða og álagi.“Auður er umkringd börnum og dýrum.Fékk margar skrýtnar spurningar Auður á átta börn sem er varla algengt á síðustu tímum. „Ég á líka sex yndisleg barnabörn en er ekki hefðbundin amma. Þegar þau eru í pössun æfi ég zumba-dans í stað þess að baka lummur,“ segir hún. „Elsta barnið mitt er 27 ára og það yngsta 10 ára. Það voru margir hissa á þessari barnamergð. Ég var oft spurð hvort ég væri kaþólsk eða í sértrúarsöfnuði. Við vorum líka spurð hvort við hefðum ákveðið að eiga svona mörg börn. Börnin voru bara öll velkomin og mér var ætlað að fjölga mannkyninu. Ég sé ekki eftir því þótt þjóðfélagið sé ekki fjölskylduvænt. Það hefur verið virkilega gefandi og gaman að eiga svona stóran barnahóp. Mér hefur aldrei fundist það erfitt. Það er virkilega skemmtilegt að eiga svona marga vini því börnin eru það óneitanlega. Dæturnar eru fimm og synirnar þrír. Ég hef aldrei verið rög við að ferðast með allan hópinn,“ segir Auður sem er gift Erlendi Markússyni en hann rekur fyrirtækið Stálgæði.Á fullu í zumba-dansi.Dansandi ofurkona Það er vissulega óvenjulegt að kona á þessum aldri með risastóra fjölskyldu detti í líkamsræktargírinn. „Ef einhver hefði sagt það við mig þegar börnin mín voru lítil að ég ætti eftir að standa á sviði og kenna fólki, þá hefði ég hlegið. Mér hefði þótt það bæði ótrúlegt og fyndið. Ég er líklega gangandi sönnun þess að lífið kemur stöðugt á óvart. Maður veit aldrei hvaða stefnu það tekur. Ég hef aldrei verið nein útivistarkona. Ég á tvo hunda og fer með þá í göngu. Einnig erum við með tvo ketti svo heimilið er fjörugt,“ segir Auður sem kennir tvo-þrjá zumba-tíma á dag auk þess sem hún kennir Foam Flex. Það má því með sanni segja að hún sé sannkölluð ofurkona. Dóttir Auðar teiknaði þessa fínu mynd af fjölskyldunni.Milli þess sem hún kennir í Sporthúsinu og Hress fer hún á milli framhaldsskóla og unglingadeilda í grunnskólum til að dansa með krökkunum. Þá tekur hún að sér hópefli hjá fyrirtækjum. „Það er alltaf hægt að dansa zumba,“ segir hún hlær. „Ég fúnkera best þegar það er brjálað að gera.“ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Auður Sveinbjörnsdóttir er átta barna móðir og amma sex barna. Hún var komin yfir fertugt þegar hún sótti sinn fyrsta zumba-tíma í Valsheimilinu og þá var ekki aftur snúið. Hún er núna eftirsóttur zumba-kennari. Auður segist ekkert hafa hreyft sig áður en hún fór í sinn fyrsta zumba-tíma. „Ég á átta börn og þar sem ég var alltaf ólétt varð lítið um hreyfingu,“ segir hún. „Það var árið 2010 sem ég fór með saumklúbbnum mínum í zumba-tíma í Valsheimilinu. Við í klúbbnum ákváðum að prófa þennan tíma saman. Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig. Ég var í jazzballett á unglingsaldri og fann mig strax í þessu. Þessi gleði sem fylgir dansinum átti vel við mig. Það varð til þess að ég fór til Noregs 2011 til að ná mér í kennararéttindi. Þetta var eitthvað sem kom mér algjörlega af stað í hreyfingu,“ segir hún.Eingöngu gleði „Félagsskapurinn skiptir miklu máli í zumba. Maður kynnist fullt af hressu fólki og við gerum eitt og annað utan tímanna, förum út að borða eða í bíó. Ef þú ert þreytt eða í vondu skapi þá ferðu glöð heim úr zumba,“ segir Auður og bætir við að fleiri karlar mættu gjarnan láta sjá sig en konur eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja í þessa tíma. „Það geta allir stundað þessa heilsurækt, maður þarf ekki að vera í neinu formi til að byrja. Ég er með iðkendur frá 13 ára upp í 67 ára. Auk þess leyfi ég fólki að koma og prófa og athuga hvort það finni sig í þessu,“ segir hún. „Mér finnst ég alltaf í stuði og í góðu skapi þegar ég kem heim úr zumba og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Núna get ég sameinað áhugamálið mitt og vinnu. Ég er alltaf spennt að fara í vinnuna, hvort sem það er klukkan sex á morgnana, síðdegis eða á kvöldin.“Frá S-Ameríku Zumba-dansinn kemur upphaflega frá Kolumbíu. Suður-ameríski dansarinn, Alberto „Beto“ Perez, skapaði þennan dans fyrir tilviljun árið 1990. Zumba er bæði dans og eróbikk, blanda meðal annars af hip-hop, soca, samba, salsa, flamenco, raggie, tangó og mambó. Talið er að um 15 milljónir manna í 180 löndum dansi zumba reglulega. Byrjað var að kenna zumba hér á landi árið 2010. Þegar Auður er spurð hvað fólk fái út úr þessari hreyfingu, svarar hún. „Mikla hreyfingu og hörku brennslu. Við dönsum af okkur kílóin og maður verður hissa þegar buxurnar eru bara allt í einu orðnar of víðar. Þegar við dönsum er það svo ólíkt annarri líkamsrækt. Þetta er góð hreyfing fyrir allan skrokkinn og þolið eykst hratt.“Auður hafði aldrei hreyft sig þegar hún kynntist zumba árið 2010. „Þá var ekki aftur snúið.“ MYND/ERNIRAldrei of seint Auður var 43 ára þegar hún byrjaði að hreyfa sig í fyrsta sinn. Hún er góð fyrirmynd og hvatning fyrir konur sem komnar eru á miðjan aldur að byrja líkamsrækt. „Bara taka skrefið út fyrir þægindarammann. Við getum allt og eigum að láta drauma okkar rætast. Það er aldrei of seint að byrja. Ég er í miklu betra formi núna heldur en þegar ég var 25 ára auk þess sem mér líður vel andlega og líkamlega.“ Mikil umræða hefur verið um nauðsyn hreyfingar á undanförnum árum. Sannað þykir að hreyfing kemur í veg fyrir margvíslega lífsstílssjúkdóma og stoðkerfisvandamál á efri árum. Auk þess sem hreyfing hefur góð áhrif á blóðþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma. „Það er ekki spurning að hreyfing er góð forvörn. Ég hef séð rosalega hressar eldri konur sem hafa verið duglegar að hreyfa sig. Svo má ekki vanmeta gleðina sem dansinn skapar. Endorfínið blossar upp í líkamanum. Maður sér að þegar fólk er glatt og í góðu skapi þá verður það miklu jákvæðara. Við spjöllum oft saman og það er aldrei á neikvæðum nótum. Vandamálin gleymast á meðan fólk dansar svo þetta er mjög góð leið til að losa sig undan stressi, kvíða og álagi.“Auður er umkringd börnum og dýrum.Fékk margar skrýtnar spurningar Auður á átta börn sem er varla algengt á síðustu tímum. „Ég á líka sex yndisleg barnabörn en er ekki hefðbundin amma. Þegar þau eru í pössun æfi ég zumba-dans í stað þess að baka lummur,“ segir hún. „Elsta barnið mitt er 27 ára og það yngsta 10 ára. Það voru margir hissa á þessari barnamergð. Ég var oft spurð hvort ég væri kaþólsk eða í sértrúarsöfnuði. Við vorum líka spurð hvort við hefðum ákveðið að eiga svona mörg börn. Börnin voru bara öll velkomin og mér var ætlað að fjölga mannkyninu. Ég sé ekki eftir því þótt þjóðfélagið sé ekki fjölskylduvænt. Það hefur verið virkilega gefandi og gaman að eiga svona stóran barnahóp. Mér hefur aldrei fundist það erfitt. Það er virkilega skemmtilegt að eiga svona marga vini því börnin eru það óneitanlega. Dæturnar eru fimm og synirnar þrír. Ég hef aldrei verið rög við að ferðast með allan hópinn,“ segir Auður sem er gift Erlendi Markússyni en hann rekur fyrirtækið Stálgæði.Á fullu í zumba-dansi.Dansandi ofurkona Það er vissulega óvenjulegt að kona á þessum aldri með risastóra fjölskyldu detti í líkamsræktargírinn. „Ef einhver hefði sagt það við mig þegar börnin mín voru lítil að ég ætti eftir að standa á sviði og kenna fólki, þá hefði ég hlegið. Mér hefði þótt það bæði ótrúlegt og fyndið. Ég er líklega gangandi sönnun þess að lífið kemur stöðugt á óvart. Maður veit aldrei hvaða stefnu það tekur. Ég hef aldrei verið nein útivistarkona. Ég á tvo hunda og fer með þá í göngu. Einnig erum við með tvo ketti svo heimilið er fjörugt,“ segir Auður sem kennir tvo-þrjá zumba-tíma á dag auk þess sem hún kennir Foam Flex. Það má því með sanni segja að hún sé sannkölluð ofurkona. Dóttir Auðar teiknaði þessa fínu mynd af fjölskyldunni.Milli þess sem hún kennir í Sporthúsinu og Hress fer hún á milli framhaldsskóla og unglingadeilda í grunnskólum til að dansa með krökkunum. Þá tekur hún að sér hópefli hjá fyrirtækjum. „Það er alltaf hægt að dansa zumba,“ segir hún hlær. „Ég fúnkera best þegar það er brjálað að gera.“
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira