Þær fyrstu en ekki síðustu Steinunni Ír Einarsdóttir skrifar 30. september 2016 20:44 Ég sat á áhugaverðum fundi sem Kvennréttindafélag Íslands stóð fyrir. Þar komu saman konur og töluðu um reynslu sína af þátttöku í stjórnmálum. Nokkrar þeirra minntust á að þær ólust upp við að trúa á algert jafnrétti, kona var jú forseti og þá hlyti konum að vera allir vegir færir. Síðan mættu þær á atvinnumarkaðinn og áttuðu sig á að veruleikinn var allt annar. Þá komu í ljós óvæntar hindranir vegna fyrirframgefinna hugmynda samfélagsins um stöðu konunar á atvinnumarkaði og fastmótaðra viðhorfa um aukna ábyrgð þeirra á heimilinu umfram karla.Þegar raunveruleikin skellur á Ég á fimm dætur sem eiga sér stóra drauma. Allir vegir eru þeim færir í þeirra huga og ekkert þarf nema vilja og þrautseigju. Ég hvet þær áfram enda vona ég mest af öllu að þær brjóti öll þau glerþök sem þær lenda á í framtíðinni. Þangað til að veruleikin um raunverulega stöðu jafnréttis skellur á þeim er tækifæri núna til að ryðja enn stærri braut, byggja upp enn fleiri tækifæri og fjölga enn frekar kvenfyrirmyndum í samfélaginu sem dætur okkar og síðan dætur þeirra geta litið upp til og lært af .Engin jafnréttisparadís Hvergi í heiminum er til jafnréttisparadís. Sú hugmynd á það til að loða við Ísland að þar sé mesta jafnrétti í heimi enda hafi hér orðið miklar breytingar til batnaðar umfram sum lönd. Það að Ísland þyki framúrskarandi í jafnréttismálum er í mínum huga áminning um að við eigum langt í land hér heima og á heimsvísu. Land þar sem aðeins ein kona hefur verið forseti og ein kona forsætisráðherra. Það er flottur árangur en afar lítill í samanburði við fjölda karla sem hafa setið í þessum áhrifastöðum samfélagsins. Ísland hefur aldrei náð því að vera með helmings hlutföll kvenna og karla á Alþingi hvað þá fleiri konur.Vonbrigði Ísland er land þar sem enn er launamunur kynjanna stórt vandamál og hundruðir kvenna segja frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi án þess að brugðist er við í samræmi við það. Land þar sem hlutfall kvenna í lögreglunni og Hæstarétti er skammarlega lágt er ekkert annað en land þar sem enn er langur vegur eftir til jafnréttis.Að virða mannréttindi Ég hef ekki heyrt af hlaupara sem nær forskoti og hættir á miðri leið og hrósar sigri eða fótboltaliði sem er yfir í hálfeik og lýsir yfir að hafa unnið. Við getum ekki lýst yfir neinum sigrum í jafnréttismálum fyrr en viðunandi árangur hefur náðst. Þau framfaraskref sem hafa náðst eru aðeins þau að einföld mannréttindi kvenna eru virt. Það er sjálfsagt mál og við ættum frekar að gráta yfir því að eitt sinn gerðum við það ekki. Skammast okkar í sand og ösku og lofa betrun.Þar sem verkin tala Ég valdi að berjast fyrir jöfnu samfélagi með Samfylkingunni því þar hafa verkin talað í jafnréttismálum. Þessi eina kona sem hefur verið forsætisráðherra, fyrsta konan til að vera fjármálaráðherra og ein af fáum kvennborgarstjórum voru allar Samfylkingakonur. Baráttan fyrir jafnri stöðu kvenna og karla er hvergi nærri lokið og til þess að ná stöðugum framgangi þarf meira en einn flokk, meira en eina konu, það þarf allt samfélagið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég sat á áhugaverðum fundi sem Kvennréttindafélag Íslands stóð fyrir. Þar komu saman konur og töluðu um reynslu sína af þátttöku í stjórnmálum. Nokkrar þeirra minntust á að þær ólust upp við að trúa á algert jafnrétti, kona var jú forseti og þá hlyti konum að vera allir vegir færir. Síðan mættu þær á atvinnumarkaðinn og áttuðu sig á að veruleikinn var allt annar. Þá komu í ljós óvæntar hindranir vegna fyrirframgefinna hugmynda samfélagsins um stöðu konunar á atvinnumarkaði og fastmótaðra viðhorfa um aukna ábyrgð þeirra á heimilinu umfram karla.Þegar raunveruleikin skellur á Ég á fimm dætur sem eiga sér stóra drauma. Allir vegir eru þeim færir í þeirra huga og ekkert þarf nema vilja og þrautseigju. Ég hvet þær áfram enda vona ég mest af öllu að þær brjóti öll þau glerþök sem þær lenda á í framtíðinni. Þangað til að veruleikin um raunverulega stöðu jafnréttis skellur á þeim er tækifæri núna til að ryðja enn stærri braut, byggja upp enn fleiri tækifæri og fjölga enn frekar kvenfyrirmyndum í samfélaginu sem dætur okkar og síðan dætur þeirra geta litið upp til og lært af .Engin jafnréttisparadís Hvergi í heiminum er til jafnréttisparadís. Sú hugmynd á það til að loða við Ísland að þar sé mesta jafnrétti í heimi enda hafi hér orðið miklar breytingar til batnaðar umfram sum lönd. Það að Ísland þyki framúrskarandi í jafnréttismálum er í mínum huga áminning um að við eigum langt í land hér heima og á heimsvísu. Land þar sem aðeins ein kona hefur verið forseti og ein kona forsætisráðherra. Það er flottur árangur en afar lítill í samanburði við fjölda karla sem hafa setið í þessum áhrifastöðum samfélagsins. Ísland hefur aldrei náð því að vera með helmings hlutföll kvenna og karla á Alþingi hvað þá fleiri konur.Vonbrigði Ísland er land þar sem enn er launamunur kynjanna stórt vandamál og hundruðir kvenna segja frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi án þess að brugðist er við í samræmi við það. Land þar sem hlutfall kvenna í lögreglunni og Hæstarétti er skammarlega lágt er ekkert annað en land þar sem enn er langur vegur eftir til jafnréttis.Að virða mannréttindi Ég hef ekki heyrt af hlaupara sem nær forskoti og hættir á miðri leið og hrósar sigri eða fótboltaliði sem er yfir í hálfeik og lýsir yfir að hafa unnið. Við getum ekki lýst yfir neinum sigrum í jafnréttismálum fyrr en viðunandi árangur hefur náðst. Þau framfaraskref sem hafa náðst eru aðeins þau að einföld mannréttindi kvenna eru virt. Það er sjálfsagt mál og við ættum frekar að gráta yfir því að eitt sinn gerðum við það ekki. Skammast okkar í sand og ösku og lofa betrun.Þar sem verkin tala Ég valdi að berjast fyrir jöfnu samfélagi með Samfylkingunni því þar hafa verkin talað í jafnréttismálum. Þessi eina kona sem hefur verið forsætisráðherra, fyrsta konan til að vera fjármálaráðherra og ein af fáum kvennborgarstjórum voru allar Samfylkingakonur. Baráttan fyrir jafnri stöðu kvenna og karla er hvergi nærri lokið og til þess að ná stöðugum framgangi þarf meira en einn flokk, meira en eina konu, það þarf allt samfélagið
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar