Fyrsti þáttur Domino's Körfuboltakvölds verður í beinni útsendingu frá Kex Hostel í kvöld.
Þar munu Kjartan Atli Kjartansson og körfuboltasérfræðingar 365 hita upp fyrir tímabilið sem framundan er.
Góðir gestir kíkja í heimsókn og mikið verður um dýrðir á Kexinu í kvöld.
Þátturinn hefst klukkan 21:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD, Vísi og Facebook-síðu Vísis.
Hægt verður að sjá þáttinn í spilaranum hér að ofan.
Bein útsending: Fyrsti þáttur Domino's Körfuboltakvölds
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar