Bush dansaði í minningarathöfn og Michelle Obama fór alveg í kleinu - Myndband
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög vandræðalegt.
George Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, kom sér enn einu sinni í fjölmiðlana á dögunum þegar hann byrjaði að dansa á minningarathöfn sem haldinn var fyrir fimm lögregluþjóna í Dallas.
Bush var við hliðin á Michelle Obama, eiginkonu Barack Obama Bandaríkjaforseta, og átti hún mjög erfitt með að halda andliti.
Augljóslega má sjá að henni líður mjög illa í þessum aðstæðum í myndbandi sem náðist af atvikinu og má sjá hér að neðan.