Áskorun um gerð lagabreytinga Arnþrúður Karlsdóttir, Orri Hauksson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sævar Freyr Þráinsson og Rakel Sveinsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 08:30 Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun