Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 14:01 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér Gufunesið. Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + Felixx Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00
Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00