Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 108-74 | Hólmarar áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2016 20:30 Vísir KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira