Löggan í LA fær 100 BMW i3 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 13:42 BMW i3 lögreglubíll í Los Angeles. Ráðamenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum erum þekktir fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd og þar eru hæstu endurgreiðslur til þeirra sem kaupa umhverfisvæna bíla í landinu. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að lögreglan í Los Angeles hafi tekið í sína þjónustu 100 rafmagnsbíla og það af gerðinni BMW i3. Þeir munu þjóna lögreglunni í þeim störfum sem ekki teljast til neyðartilfella. Borgarstjórinn í Los Angeles, Eric Garcetti segir að kaupin á bílunum sé lýsandi fyrir hvað hið opinbera getur gert til að stuðla að umhverfisvernd og í leiðinni leiða þá þróun í landinu. Í leiðinni segir hann að lögreglan spari umtalsverða fjármuni því ódýrara sé að reka þessa bíla heldur en þá sem fyrir voru og voru í formi bíla með brunavélar. Fyrir á lögreglan í Los Angeles Tesla Model S bíla sem notaðir eru í sama tilgangi. Bílarnir frá BMW eru sérútbúnir fyrir lögregluna og hefur BMW sett upp hraðhleðslustöðvar fyrir þá í lögreglustöðvum borgarinnar. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Ráðamenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum erum þekktir fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd og þar eru hæstu endurgreiðslur til þeirra sem kaupa umhverfisvæna bíla í landinu. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að lögreglan í Los Angeles hafi tekið í sína þjónustu 100 rafmagnsbíla og það af gerðinni BMW i3. Þeir munu þjóna lögreglunni í þeim störfum sem ekki teljast til neyðartilfella. Borgarstjórinn í Los Angeles, Eric Garcetti segir að kaupin á bílunum sé lýsandi fyrir hvað hið opinbera getur gert til að stuðla að umhverfisvernd og í leiðinni leiða þá þróun í landinu. Í leiðinni segir hann að lögreglan spari umtalsverða fjármuni því ódýrara sé að reka þessa bíla heldur en þá sem fyrir voru og voru í formi bíla með brunavélar. Fyrir á lögreglan í Los Angeles Tesla Model S bíla sem notaðir eru í sama tilgangi. Bílarnir frá BMW eru sérútbúnir fyrir lögregluna og hefur BMW sett upp hraðhleðslustöðvar fyrir þá í lögreglustöðvum borgarinnar.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent