Sushisamba má ekki heita Sushisamba Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:47 Sushisamba í Þingholtsstræti má ekki heita Sushisamba samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í dag. vísir/getty Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50
Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40