Clarkson biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 11:16 Jeremy Clarkson. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent
Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent