Norræn samvinna um málefni flóttamanna Norrænir vinstriflokkar skrifar 22. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar