Rússar vilja fleyg í samstöðuna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Samstaða virðist vera komin innan ríkisstjórnarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Á þriðjudaginn gaf utanríkisráðuneytið út heildrænt mat á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerðanna gegn Rússlandi. Skýrslan kom út nokkrum klukkustundum eftir að skýrsla sem forsætisráðuneytið lét vinna fyrir samráðshóp stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi kom út. Í úttektinni er mikill þungi lagður á að færa rök fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Þar segir meðal annars: „Virðing fyrir alþjóðalögum hefur ávallt verið ein af grundvallarstoðum utanríkisstefnu Íslands og afstaða Íslands til álitamála varðandi landamæri og friðhelgi ríkja hefur ætíð byggst á alþjóðalögum. Sem smáríki sem byggir afkomu sína að miklum hluta á fiskveiðum á Ísland allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir.“ Þá segir þar að ef Íslendingar hættu þátttöku sinni í þvingunaraðgerðunum væri það í fyrsta sinn sem Íslendingar féllu frá vestrænni samstöðu.Eiríkur Bergmann Mynd/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann við Bifröst, segir greiningu utanríkisráðuneytisins standast. Eiríkur segir það myndi vera saga til næsta bæjar ef Ísland gerði skyndilega grundvallarbreytingu á utanríkisstefnu sinni. „Það væri umpólun frá þeirri utanríkisstefnu sem Bjarni Benediktsson (eldri) og Ólafur Thors og fleiri mótuðu á sínum tíma og við höfum fylgt eftir allar götur síðan.“ Þá segir Eiríkur að svo virðist vera að íslensk stjórnvöld skilji ekki leik Rússa. „Rússar eru að leita sér að leið til að reka fleyg í samstöðu vestrænna ríkja. Þegar þeir sjá á pólitíska ástandinu í einhverju þessara ríkja að hægt sé að reka fleyg munu þeir leggja alla áherslu á það ríki. Umræðan hérna heima um að hugsanlega sé rétt að hlaupa frá borði í samstöðunni mun auðvitað gera það að verkum að Rússar muni enn frekar herða skrúfuna á okkur til að auka líkurnar á að við hrökklumst undan. Þarna er ákveðinn veikleiki í framgöngu stjórnvalda.“ Þá segir í úttektinni: „Þvingunaraðgerðir eru ekki sterkari en veikasti hlekkurinn og í gegnum tíðina hefur verið bent á dæmi þar sem þvinganir hafa ekki skilað árangri.“ Eiríkur segir að svo virðist sem ríkisstjórnin sé klofin í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að þar ríki samstaða. „Það veikir stöðu Íslands í málinu og hefur gert það. Þetta virðist ekki enn sem komið er vera mál sem veikir stjórnarsamstarfið hérna innanlands.“ Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Á þriðjudaginn gaf utanríkisráðuneytið út heildrænt mat á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerðanna gegn Rússlandi. Skýrslan kom út nokkrum klukkustundum eftir að skýrsla sem forsætisráðuneytið lét vinna fyrir samráðshóp stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi kom út. Í úttektinni er mikill þungi lagður á að færa rök fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Þar segir meðal annars: „Virðing fyrir alþjóðalögum hefur ávallt verið ein af grundvallarstoðum utanríkisstefnu Íslands og afstaða Íslands til álitamála varðandi landamæri og friðhelgi ríkja hefur ætíð byggst á alþjóðalögum. Sem smáríki sem byggir afkomu sína að miklum hluta á fiskveiðum á Ísland allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir.“ Þá segir þar að ef Íslendingar hættu þátttöku sinni í þvingunaraðgerðunum væri það í fyrsta sinn sem Íslendingar féllu frá vestrænni samstöðu.Eiríkur Bergmann Mynd/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann við Bifröst, segir greiningu utanríkisráðuneytisins standast. Eiríkur segir það myndi vera saga til næsta bæjar ef Ísland gerði skyndilega grundvallarbreytingu á utanríkisstefnu sinni. „Það væri umpólun frá þeirri utanríkisstefnu sem Bjarni Benediktsson (eldri) og Ólafur Thors og fleiri mótuðu á sínum tíma og við höfum fylgt eftir allar götur síðan.“ Þá segir Eiríkur að svo virðist vera að íslensk stjórnvöld skilji ekki leik Rússa. „Rússar eru að leita sér að leið til að reka fleyg í samstöðu vestrænna ríkja. Þegar þeir sjá á pólitíska ástandinu í einhverju þessara ríkja að hægt sé að reka fleyg munu þeir leggja alla áherslu á það ríki. Umræðan hérna heima um að hugsanlega sé rétt að hlaupa frá borði í samstöðunni mun auðvitað gera það að verkum að Rússar muni enn frekar herða skrúfuna á okkur til að auka líkurnar á að við hrökklumst undan. Þarna er ákveðinn veikleiki í framgöngu stjórnvalda.“ Þá segir í úttektinni: „Þvingunaraðgerðir eru ekki sterkari en veikasti hlekkurinn og í gegnum tíðina hefur verið bent á dæmi þar sem þvinganir hafa ekki skilað árangri.“ Eiríkur segir að svo virðist sem ríkisstjórnin sé klofin í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að þar ríki samstaða. „Það veikir stöðu Íslands í málinu og hefur gert það. Þetta virðist ekki enn sem komið er vera mál sem veikir stjórnarsamstarfið hérna innanlands.“
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira