MS – Og hvað svo? 11. júlí 2016 07:00 Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun