Hefur ekki hlustað á þættina árum saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2016 12:00 Nýsköpun í útvarpi. Þeir Davíð Oddsson, Þórarinn Eldjárn og Hrafn Gunnlaugsson fóru fyrir 45 árum fyrst í loftið með hinn goðsagnarkennda útvarpsþátt Útvarp Matthildur. Í þáttunum var gert óvægið grín að stjórnmálamönnum sem var tiltölulega óþekkt þá. vísir/gva „Frumsýningu á söngleiknum Hárinu hefur verið frestað vegna flösu er eitt fréttskotið sem ég man,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri en hann, auk Davíðs Oddssonar og Þórarins Eldjárn voru með skemmtiþáttinn Útvarp Matthildur á árunum 1971-1973. Í dag eru 45 ár síðan þátturinn fór fyrst í loftið. „Við vorum saman í Menntaskólanum í Reykjavík á þessum tíma og lágu leiðir okkar saman í gegnum félagslífið. Við byrjuðum saman með þessa þætti sem urðu nokkuð vinsælir. Samansafn af bestu sketsunum var svo gefið út á plötu.“ Þáttunum héldu þeir félagar úti í um þrjú ár en fóru svo allir sína leið. „Davíð í stjórnmálin, Þórarinn er rithöfundur og ég er kvikmyndaleikstjóri. Það er auðvitað ákveðinn vinskapur sem fylgir því að vinna svo náið með mönnum og það mynduðust góð tengsl á milli okkar,“ segir Hrafn og bætir við að þessir tímar hafi verið með þeim skemmtilegri sem hann man úr æsku. Í Útvarpi Matthildi var grín gert að óvæntustu hlutum en mest að stjórnmálamönnum. Hrafn segir að grínið hafi í raun byggst á því að vera ófyndinn. „Við notuðum fréttaþuluna sem allir þekktu og létum líta út fyrir að Matthildur væri sjálfstætt ríki og þaðan voru sendar út fréttir,“ segir Hrafn og útskýrir að þættirnir hafi eflaust verið forveri Spaugstofunnar. „Þetta var önnur aðferð við að gera grín. Fram að þessum tíma hafði íslenskur húmor gengið að stóru leiti út á það að gera grín að bækluðum, þeim sem stömuðu, feitum eða þeim sem áttu við aðra líkamlega galla að stríða. Þá þótti líka voða fyndið ef menn voru mjög fullir,“ segir Hrafn og vill meina að í þáttunum hafi þessu verið snúið við. „Okkar húmor gekk þvert á móti út á þetta. Við vorum aðallega með paródíur og satírur af stjórnmálamönnum sem var tiltölulega óþekkt þá.“ Hrafn segir að líklega séu grínin úr þættinum óskiljanleg fyrir þá sem ekki voru uppi á þessum tíma. „Ég hef reyndar ekki hlustað á þetta árum saman en hlutir eldast misjafnlega og það gæti vel verið að einhver grín þættu ennþá fyndin í dag.“ Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
„Frumsýningu á söngleiknum Hárinu hefur verið frestað vegna flösu er eitt fréttskotið sem ég man,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri en hann, auk Davíðs Oddssonar og Þórarins Eldjárn voru með skemmtiþáttinn Útvarp Matthildur á árunum 1971-1973. Í dag eru 45 ár síðan þátturinn fór fyrst í loftið. „Við vorum saman í Menntaskólanum í Reykjavík á þessum tíma og lágu leiðir okkar saman í gegnum félagslífið. Við byrjuðum saman með þessa þætti sem urðu nokkuð vinsælir. Samansafn af bestu sketsunum var svo gefið út á plötu.“ Þáttunum héldu þeir félagar úti í um þrjú ár en fóru svo allir sína leið. „Davíð í stjórnmálin, Þórarinn er rithöfundur og ég er kvikmyndaleikstjóri. Það er auðvitað ákveðinn vinskapur sem fylgir því að vinna svo náið með mönnum og það mynduðust góð tengsl á milli okkar,“ segir Hrafn og bætir við að þessir tímar hafi verið með þeim skemmtilegri sem hann man úr æsku. Í Útvarpi Matthildi var grín gert að óvæntustu hlutum en mest að stjórnmálamönnum. Hrafn segir að grínið hafi í raun byggst á því að vera ófyndinn. „Við notuðum fréttaþuluna sem allir þekktu og létum líta út fyrir að Matthildur væri sjálfstætt ríki og þaðan voru sendar út fréttir,“ segir Hrafn og útskýrir að þættirnir hafi eflaust verið forveri Spaugstofunnar. „Þetta var önnur aðferð við að gera grín. Fram að þessum tíma hafði íslenskur húmor gengið að stóru leiti út á það að gera grín að bækluðum, þeim sem stömuðu, feitum eða þeim sem áttu við aðra líkamlega galla að stríða. Þá þótti líka voða fyndið ef menn voru mjög fullir,“ segir Hrafn og vill meina að í þáttunum hafi þessu verið snúið við. „Okkar húmor gekk þvert á móti út á þetta. Við vorum aðallega með paródíur og satírur af stjórnmálamönnum sem var tiltölulega óþekkt þá.“ Hrafn segir að líklega séu grínin úr þættinum óskiljanleg fyrir þá sem ekki voru uppi á þessum tíma. „Ég hef reyndar ekki hlustað á þetta árum saman en hlutir eldast misjafnlega og það gæti vel verið að einhver grín þættu ennþá fyndin í dag.“
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“