Íslenskir frumkvöðlar beisla heilmyndir Tinni Sveinsson skrifar 25. ágúst 2016 18:00 Drexler býr yfir heilmyndartækni þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni. Leikjavísir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni.
Leikjavísir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira