Fimm leikir fóru fram í 16. umferð Domino's deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn og föstudaginn.
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru vel yfir 16. umferðina í þættinum á föstudagskvöldið.
Það var af nógu að taka enda umferðin bráðfjörug. Henni lýkur svo með leik Tindastóls og Njarðvíkur á fimmtudaginn en þeim leik var frestað vegna veðurs.
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru m.a. yfir flottust tilþrif umferðarinnar en þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Flottustu tilþrif 16. umferðar | Myndband
Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Bolti áritaður af stoðsendingakónginum verður boðinn upp | Myndband
Stjörnumaðurinn Justin Shouse sló stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Garðbæingar töpuðu, 78-65, fyrir Grindavík í Röstinni í gær.

Körfuboltakvöld: Er Jerome Hill rétti maðurinn fyrir Keflavík? | Myndband
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um Jerome Hill, nýjasta leikmann Keflavíkur.

Framlenging í Körfuboltakvöldi: Erfiðara fyrir liðin í bænum að fara út á land en öfugt | Myndband
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi en þar takast sérfræðingar þáttarins um fimm atriði.

Körfuboltakvöld: Kári komst á þrennuvegginn | Myndband
Kári Jónsson er í góðum félagsskap á þrennuveggnum í Domino's Körfuboltakvöldi.