Júróbankinn Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun