Reiknum nú rétt fyrir heimilin Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. október 2016 15:45 Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar