Ráðherra segir ekkert rangt við að græða Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. apríl 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heldur til þings í gær þar sem hann brást við gagnrýni. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18
Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05