Upptökur Top Gear í London valda reiði Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 11:18 Ken Block spólar í London við litla hrifningu sumra. Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að taka upp nýja þætti af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum. Top Gear fékk leyfi til að drifta bílum á þekktum stöðum í London með þá Ken Block og Matt LeBlanc undir stýri. Þeir virðast hafa farið offari og skildu til dæmis eftir mikil spólför við einn tilfinningaþrungnasta stað London, við Cenotaph í Whitehall þar sem er að finna minnismerki um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Talsmaður Westminster City Council lét hafa eftir sér að það sem Top Gear fólk gerði hafi alls ekki verið það sem þeir fengu leyfi fyrir áður en tökur hófust. Bílarnir sem notaðir voru skildu einnig eftir sig ummerki nálægt minnismerki sem heiðrar framlag kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni og hafa aðgerðir Top Gear valdið heilmikilli reiði meðal margra borgarbúa Lundúnaborgar. Chris Evans, aðalstjórnandi Top Gear nú baðst afsökunar á framferði ökumannanna, sem er meira en Jeremy Clarkson gerði nokkurntíma. Hann hefur einnig fullyrt að tökur á þessum atriðum sem valdið hafa mestri úlfúðinni verði ekki sýndar í tilvonandi þáttum. Hann lýsti því yfir að upptökur á spólandi bílum fyrir framan minnismerki um fyrri heimsstyrjöldina ætti ekkert erindi í þættina og væri í besta falli móðgandi. Því yrðu þau ekki sýnd. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að taka upp nýja þætti af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum. Top Gear fékk leyfi til að drifta bílum á þekktum stöðum í London með þá Ken Block og Matt LeBlanc undir stýri. Þeir virðast hafa farið offari og skildu til dæmis eftir mikil spólför við einn tilfinningaþrungnasta stað London, við Cenotaph í Whitehall þar sem er að finna minnismerki um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Talsmaður Westminster City Council lét hafa eftir sér að það sem Top Gear fólk gerði hafi alls ekki verið það sem þeir fengu leyfi fyrir áður en tökur hófust. Bílarnir sem notaðir voru skildu einnig eftir sig ummerki nálægt minnismerki sem heiðrar framlag kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni og hafa aðgerðir Top Gear valdið heilmikilli reiði meðal margra borgarbúa Lundúnaborgar. Chris Evans, aðalstjórnandi Top Gear nú baðst afsökunar á framferði ökumannanna, sem er meira en Jeremy Clarkson gerði nokkurntíma. Hann hefur einnig fullyrt að tökur á þessum atriðum sem valdið hafa mestri úlfúðinni verði ekki sýndar í tilvonandi þáttum. Hann lýsti því yfir að upptökur á spólandi bílum fyrir framan minnismerki um fyrri heimsstyrjöldina ætti ekkert erindi í þættina og væri í besta falli móðgandi. Því yrðu þau ekki sýnd.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent