Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2016 20:16 Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.” Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.”
Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04