Morð og mannlegt eðli Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2016 16:54 Ban Ki-moon sagði nýlega þetta: „Hnífsstungur, ákeyrslur og byssuárásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa haldið áfram að taka mannslíf... en eins og undirokað fólk hefur sýnt í gegnum aldirnar, er það mannlegt eðli að bregðast á þennan hátt við landtöku, sem oft er hvati haturs og öfga.“ Um leið og hann fordæmir ofbeldi tekur hann bókstaflega upp blóðugan hanskann fyrir hryðjuverkamönnum og árásum þeirra með fullyrðingu, sem honum finnst hann geta sett fram án rökstuðnings. Hefur ofbeldi gegn venjulegum borgurum verið túlkað sem náttúruleg viðbrögð við landsvæðadeilu ríkja gegnum tíðina? Svarið er „Nei.“ Oxford University birti nýlega niðurstöður ítarlegra rannsókna á yfir tvö þúsund hernaðarlegum landssvæðadeilum á heimsvísu, allt frá árinu 1816 til 1996. Niðurstöður leiða í ljós að aðeins 17% slíkra deilna leiddu til stríðsátaka innan árs, og aðeins 30% innan fimm ára. Það er því ekki rétt að halda því fram að það sé manninum eðlislægt að bregðast við landsvæðadeilum með ofbeldi. Slík yfirlýsing er úr lausu lofti gripin. En trúir Ban Ki-moon í raun að hryðjuverk (gegn öðrum en Ísraelum) geti skrifast á „mannlegt eðli?“ Aftur er svarið „Nei.“ Nú í dag deila t.d. 190 mismunandi lönd um landsvæði. Samkvæmt „Armed Conflict Database“ eiga sér nú stað 42 blóðugar deilur í heiminum (miðað við 2015), og á árinu 2014 einu saman fæddu þessi átök af sér rúmlega 12 milljónir flóttamenn og féllu um 180.000 manns í valinn. Það er því mjög athyglisvert að á rúmlega sjö árum sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur Ban Ki-moon aldrei talað um þessar afleiðingar og dauðsföll sem „náttúrulegar afleiðingar“ eða orsakir „mannlegs eðlis“ – það virðist hann aðeins gera þegar Ísrael á í hlut. En hvað segja Palestínumenn? Eru undanfarnar hnífa- og byssuárásir á Ísraelsmenn tilkomnar eingöngu vegna deilna um landsvæði? Svarið er „Nei.“ Það sem hefur hvatt Palestínumenn til ódáða, með hnífum og byssum, á rætur að rekja til falskrar ógnar við mosku þeirra og vaxandi stuðnings Palestínumanna við Íslamska ríkið. Síðastliðinn september fór orðrómaalda af stað sem hélt þeirri fölsku staðreynd frammi að Ísraelar hefðu í hyggju að eyða Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem. Þrátt fyrir að þessi ógn ætti sér hvorki stoð í raunveruleikanum (og átti sér aldrei stað), hvöttu palestínskir leiðtogar ungt fólk til að bregðast við þessum einkennilegu orðrómum með ofbeldi. Palestínskir aðilar gáfu meira að segja út leiðbeiningarit sem sýndu hvernig væri árangursríkast að stinga gyðinga. Það má einnig geta þess að í flestum tilvikum útskýrðu árásarmennirnir sjálfir fyrir fjölmiðlum hvað vakti fyrir þeim með ofbeldi þeirra, en sögðust þeir þá vera að vernda moskuna.Íslamska ríkið hvatti svo Palestínumenn til enn frekara ofbeldis með myndbandaseríu. Vísbendingar sem Tel Aviv hryðjuverkamaðurinn Nashat Milhem skildi eftir sig gáfu til kynna að hann hefði þá sótt innblástur sinn til Íslamska ríkisins. Þýðir þetta þá að Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að hvetja til friðar? Nei, alls ekki. Ísraelar vilja frið og eru reiðubúnir í tveggja ríkja lausn, þ.e. vilja sjá Ísrael og Palestínu hlið við hlið í friðsamlegri sambúð. Ísrael hefur þrisvar sinnum á síðustu 25 árum tekið af skarið, þrátt fyrir augljósa áhættu, og boðið Palestínumönnum sjálfstæði. En palestínsk yfirvöld hafa alltaf hafnað - og oft jafnvel svarað slíkum friðarumleitunum með ofbeldi. Ísrael heldur áfram í dag að styðja friðsamlega tveggja ríkja lausn. Það er viðeigandi að Sameinuðu þjóðirnar styðji allar tilraunir til sátta með góðri hvatningu. Þegar Ban Ki-moon afsakar palestínsk hryðjuverk, hvetur hann um leið til ofbeldis og sýnir öfgafyllstu öflum palestínsku þjóðarinnar stuðning, og þrengir um leið brautina til friðar. Ef aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er alvara með að vilja að friður náist meðal þjóðanna tveggja myndi hann gera vel ef hann styddi frekar við bakið á þeim Palestínumönnum sem vilja frið, frekar en að sýna þeim stuðning sem halda hryðjuverkum í hávegum. Að sama skapi ætti hann að virða líf ísraelskra borgara á sama hátt og hann virðir líf fólks frá öðrum heimshornum. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Ban Ki-moon aldrei talað opinberlega um ofbeldi síðustu árhundruð í heiminum sem orsök „mannlegs eðlis.“ Aðeins þegar Ísrael á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ban Ki-moon sagði nýlega þetta: „Hnífsstungur, ákeyrslur og byssuárásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa haldið áfram að taka mannslíf... en eins og undirokað fólk hefur sýnt í gegnum aldirnar, er það mannlegt eðli að bregðast á þennan hátt við landtöku, sem oft er hvati haturs og öfga.“ Um leið og hann fordæmir ofbeldi tekur hann bókstaflega upp blóðugan hanskann fyrir hryðjuverkamönnum og árásum þeirra með fullyrðingu, sem honum finnst hann geta sett fram án rökstuðnings. Hefur ofbeldi gegn venjulegum borgurum verið túlkað sem náttúruleg viðbrögð við landsvæðadeilu ríkja gegnum tíðina? Svarið er „Nei.“ Oxford University birti nýlega niðurstöður ítarlegra rannsókna á yfir tvö þúsund hernaðarlegum landssvæðadeilum á heimsvísu, allt frá árinu 1816 til 1996. Niðurstöður leiða í ljós að aðeins 17% slíkra deilna leiddu til stríðsátaka innan árs, og aðeins 30% innan fimm ára. Það er því ekki rétt að halda því fram að það sé manninum eðlislægt að bregðast við landsvæðadeilum með ofbeldi. Slík yfirlýsing er úr lausu lofti gripin. En trúir Ban Ki-moon í raun að hryðjuverk (gegn öðrum en Ísraelum) geti skrifast á „mannlegt eðli?“ Aftur er svarið „Nei.“ Nú í dag deila t.d. 190 mismunandi lönd um landsvæði. Samkvæmt „Armed Conflict Database“ eiga sér nú stað 42 blóðugar deilur í heiminum (miðað við 2015), og á árinu 2014 einu saman fæddu þessi átök af sér rúmlega 12 milljónir flóttamenn og féllu um 180.000 manns í valinn. Það er því mjög athyglisvert að á rúmlega sjö árum sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur Ban Ki-moon aldrei talað um þessar afleiðingar og dauðsföll sem „náttúrulegar afleiðingar“ eða orsakir „mannlegs eðlis“ – það virðist hann aðeins gera þegar Ísrael á í hlut. En hvað segja Palestínumenn? Eru undanfarnar hnífa- og byssuárásir á Ísraelsmenn tilkomnar eingöngu vegna deilna um landsvæði? Svarið er „Nei.“ Það sem hefur hvatt Palestínumenn til ódáða, með hnífum og byssum, á rætur að rekja til falskrar ógnar við mosku þeirra og vaxandi stuðnings Palestínumanna við Íslamska ríkið. Síðastliðinn september fór orðrómaalda af stað sem hélt þeirri fölsku staðreynd frammi að Ísraelar hefðu í hyggju að eyða Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem. Þrátt fyrir að þessi ógn ætti sér hvorki stoð í raunveruleikanum (og átti sér aldrei stað), hvöttu palestínskir leiðtogar ungt fólk til að bregðast við þessum einkennilegu orðrómum með ofbeldi. Palestínskir aðilar gáfu meira að segja út leiðbeiningarit sem sýndu hvernig væri árangursríkast að stinga gyðinga. Það má einnig geta þess að í flestum tilvikum útskýrðu árásarmennirnir sjálfir fyrir fjölmiðlum hvað vakti fyrir þeim með ofbeldi þeirra, en sögðust þeir þá vera að vernda moskuna.Íslamska ríkið hvatti svo Palestínumenn til enn frekara ofbeldis með myndbandaseríu. Vísbendingar sem Tel Aviv hryðjuverkamaðurinn Nashat Milhem skildi eftir sig gáfu til kynna að hann hefði þá sótt innblástur sinn til Íslamska ríkisins. Þýðir þetta þá að Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að hvetja til friðar? Nei, alls ekki. Ísraelar vilja frið og eru reiðubúnir í tveggja ríkja lausn, þ.e. vilja sjá Ísrael og Palestínu hlið við hlið í friðsamlegri sambúð. Ísrael hefur þrisvar sinnum á síðustu 25 árum tekið af skarið, þrátt fyrir augljósa áhættu, og boðið Palestínumönnum sjálfstæði. En palestínsk yfirvöld hafa alltaf hafnað - og oft jafnvel svarað slíkum friðarumleitunum með ofbeldi. Ísrael heldur áfram í dag að styðja friðsamlega tveggja ríkja lausn. Það er viðeigandi að Sameinuðu þjóðirnar styðji allar tilraunir til sátta með góðri hvatningu. Þegar Ban Ki-moon afsakar palestínsk hryðjuverk, hvetur hann um leið til ofbeldis og sýnir öfgafyllstu öflum palestínsku þjóðarinnar stuðning, og þrengir um leið brautina til friðar. Ef aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er alvara með að vilja að friður náist meðal þjóðanna tveggja myndi hann gera vel ef hann styddi frekar við bakið á þeim Palestínumönnum sem vilja frið, frekar en að sýna þeim stuðning sem halda hryðjuverkum í hávegum. Að sama skapi ætti hann að virða líf ísraelskra borgara á sama hátt og hann virðir líf fólks frá öðrum heimshornum. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Ban Ki-moon aldrei talað opinberlega um ofbeldi síðustu árhundruð í heiminum sem orsök „mannlegs eðlis.“ Aðeins þegar Ísrael á í hlut.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar