Athyglisbrestur og ofurathygli Jón Þór Ólafsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun