Hundraðekruskógur Háskólans Hjörvar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2016 08:19 Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. Fyrir suma er auðvelt að nefna sinn uppáhalds íbúa í Hundraðekruskógi og nefna Tuma tígur vegna þess að hann er jú alltaf hress og ætíð er stutt í spaugið hjá honum, aðrir finna einhver tengsl við Eyrnaslapa og rólegheit hans og enn aðrir finna til með lítilmagnanum Gríslingi. Þegar ég velti þessari stóru spurningu fyrir mér enda ég með að hugsa til persónu sem hvorki er áberandi né hávær, mömmu hans Gúra. Kengúran sem alltaf er hægt að leita til og tekur öllum opnum örmum. Í Hundraðekruskógi Háskólans fer Stakkahlíðin með hlutverk kengúrumömmunnar góðkunnu. Báðar eru þær traustar, trygglindar og töff á meðan þær láta lítið yfir sér og það er gott að vera hjá þeim, sérstaklega þegar nemendur eru litlir í sér og þrá ekkert heitar en móðurlega umhyggju. En hvað er það sem skapar þessa nánd og yndisleika sem einkennir líf okkar nemenda á menntavísindasviði? Eins og venjulega felst svarið í okkur sjálfum, það er fólkið sjálft sem skapar stemminguna. Bæði starfsfólk og nemendur og þá sér í lagi þeir sem eru í forsvari hafa staðið sig með eindæmum vel í að skapa háskólasamfélag sem sérhver nemandi getur verið stoltur af. Sviðsráð menntavísindasviðs hefur barist ötullega fyrir hagsmunum nemenda og verið vakandi fyrir öllu sem betur má fara. Nú þegar kemur að því að kjósa sér fulltrúa í nýtt sviðsráð skiptir miklu máli að velja af kostgæfni þá sem koma til með að leiða okkar fallega samfélag til enn betri vegar. Á framboðslista Vöku má finna nemendur sem hafa reynslu úr sviðsráðum og stjórnum nemendafélaga sem við teljum afar mikilvægt til að ná fram því besta úr hverjum og einum. Verkefnin sem bíða okkar eru stór og mikilvægt er að vera vakandi á verðinum og til þess þarf gott fólk. Frambjóðendur Vöku eru tilbúnir í þann slag sem framundan er og höfum við sett okkur markmið sem meðal annars snúa að staðfestingu diplómunáms sem við teljum mikilvæga rós í hnappagat skólans auk þess sem við ætlum að einbeita okkur að hagsmunum nemenda menntavísindasviðs á Laugarvatni. Setjum X við A og tryggjum áframhaldandi velgegni fyrir alla á menntavísindasviði.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. Fyrir suma er auðvelt að nefna sinn uppáhalds íbúa í Hundraðekruskógi og nefna Tuma tígur vegna þess að hann er jú alltaf hress og ætíð er stutt í spaugið hjá honum, aðrir finna einhver tengsl við Eyrnaslapa og rólegheit hans og enn aðrir finna til með lítilmagnanum Gríslingi. Þegar ég velti þessari stóru spurningu fyrir mér enda ég með að hugsa til persónu sem hvorki er áberandi né hávær, mömmu hans Gúra. Kengúran sem alltaf er hægt að leita til og tekur öllum opnum örmum. Í Hundraðekruskógi Háskólans fer Stakkahlíðin með hlutverk kengúrumömmunnar góðkunnu. Báðar eru þær traustar, trygglindar og töff á meðan þær láta lítið yfir sér og það er gott að vera hjá þeim, sérstaklega þegar nemendur eru litlir í sér og þrá ekkert heitar en móðurlega umhyggju. En hvað er það sem skapar þessa nánd og yndisleika sem einkennir líf okkar nemenda á menntavísindasviði? Eins og venjulega felst svarið í okkur sjálfum, það er fólkið sjálft sem skapar stemminguna. Bæði starfsfólk og nemendur og þá sér í lagi þeir sem eru í forsvari hafa staðið sig með eindæmum vel í að skapa háskólasamfélag sem sérhver nemandi getur verið stoltur af. Sviðsráð menntavísindasviðs hefur barist ötullega fyrir hagsmunum nemenda og verið vakandi fyrir öllu sem betur má fara. Nú þegar kemur að því að kjósa sér fulltrúa í nýtt sviðsráð skiptir miklu máli að velja af kostgæfni þá sem koma til með að leiða okkar fallega samfélag til enn betri vegar. Á framboðslista Vöku má finna nemendur sem hafa reynslu úr sviðsráðum og stjórnum nemendafélaga sem við teljum afar mikilvægt til að ná fram því besta úr hverjum og einum. Verkefnin sem bíða okkar eru stór og mikilvægt er að vera vakandi á verðinum og til þess þarf gott fólk. Frambjóðendur Vöku eru tilbúnir í þann slag sem framundan er og höfum við sett okkur markmið sem meðal annars snúa að staðfestingu diplómunáms sem við teljum mikilvæga rós í hnappagat skólans auk þess sem við ætlum að einbeita okkur að hagsmunum nemenda menntavísindasviðs á Laugarvatni. Setjum X við A og tryggjum áframhaldandi velgegni fyrir alla á menntavísindasviði.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar