Magnús Geir snýr aftur í Borgarleikhúsið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júní 2016 08:00 Magnúr Geir var leikhússtjóri áður en hann tók við útvarpsstórahlutverkinu. „Leikhúsbakterían og ástríðan fyrir leikhúsinu hverfur aldrei,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri en í byrjun næsta árs mun hann leikstýra gamanleikriti í Borgarleikhúsinu en vera á þeim tíma í leyfi frá störfum hjá Ríkisútvarpinu. „Ég er leikhúsmaður í grunninn og var upprunalega leikstjóri áður en ég fór að fikra mig meira í yfirstjórnina, fyrst í leikhúsunum og svo nú hjá RÚV. Ég hlakka svakalega til að fá að takast á við þetta skemmtilega verkefni.“Tekur sér leyfi frá RÚV Magnús tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tveimur árum en áður stýrði hann Borgarleikhúsinu með góðum árangri. „Við erum búin að vera í stórum og skemmtilegum verkefnum hér í RÚV sem er á góðri siglingu. Mikið breytingaferli er langt komið og staðan sterk. Það hefur nokkrum sinnum verið leitað til mín með leikstjórnarverkefni en það var ekki fyrr en nú sem mér fannst rétti tíminn kominn. Ég hef leikstýrt verkum af öllu tagi í gegnum tíðina en það er alltaf svo skemmtilegt að setja upp gamanverk. Ég veit að vinnan verður skemmtileg og vonandi mun það skila sér til áhorfenda." Aðspurður um líkindi milli hlutverks leikhússtjórans og útvarpsstjórans segir Magnús að þessi störf séu að mörgu leyti svipuð þó annað sé ólíkt. „Það eru viss líkindi. Í báðum tilvikum er um að ræða mikilvægar menningarstofnanir og ég er fyrst og fremst maður menningarinnar. RÚV er hins vegar töluvert stærra og stundum eru flóknari hagsmunir sem því tengjast. Það verður kærkomið að stíga aftur inn í leikhúsið og fá að andlega næringu. Sumir nýta fríið sitt í að liggja í sólinni en á næsta ári ætla ég að nýta það í að leikstýra og næra andann.“Spennandi tímar framundan Leikritið hefur enn ekki fengið íslenskt nafn en það er eftir enn vinsælasta gamanleikjahöfund í heimi, Ray Cooney. Verkið heitir Caught in the net á ensku og var fyrst gefið út árið 2007. Ray samdi meðal annars leikritin Nei Ráðherra! sem Magnús leikstýrði og naut gríðarlegra vinsælda. Gísli Rúnar Jónsson íslenskar verkið og búið er að koma saman glæsilegum hópi leikara. „Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er þessi flotti hópur af fólki sem ég verð að vinna með, algert einvalalið. Svo verður ekki lítið gaman að vinna aftur með gömlu vinunum í Borgarleikhúsinu.“Skemmtilegur leikhópur Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Í öðrum hlutverkum verða þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldór Gylfason og Hilmar Guðjónsson. „Við Ilmur erum í svipuðum sporum, því hún er einmitt að koma inn í leikhúsið aftur eftir nokkra fjarveru. Það er mikil eftirvænting og gleði hjá okkur öllum að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Magnús. Ilmur mun einnig taka sér stutt leyfi borgarstjórn á meðan æfingarnar fara fram. Tengdar fréttir Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Sjá meira
„Leikhúsbakterían og ástríðan fyrir leikhúsinu hverfur aldrei,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri en í byrjun næsta árs mun hann leikstýra gamanleikriti í Borgarleikhúsinu en vera á þeim tíma í leyfi frá störfum hjá Ríkisútvarpinu. „Ég er leikhúsmaður í grunninn og var upprunalega leikstjóri áður en ég fór að fikra mig meira í yfirstjórnina, fyrst í leikhúsunum og svo nú hjá RÚV. Ég hlakka svakalega til að fá að takast á við þetta skemmtilega verkefni.“Tekur sér leyfi frá RÚV Magnús tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tveimur árum en áður stýrði hann Borgarleikhúsinu með góðum árangri. „Við erum búin að vera í stórum og skemmtilegum verkefnum hér í RÚV sem er á góðri siglingu. Mikið breytingaferli er langt komið og staðan sterk. Það hefur nokkrum sinnum verið leitað til mín með leikstjórnarverkefni en það var ekki fyrr en nú sem mér fannst rétti tíminn kominn. Ég hef leikstýrt verkum af öllu tagi í gegnum tíðina en það er alltaf svo skemmtilegt að setja upp gamanverk. Ég veit að vinnan verður skemmtileg og vonandi mun það skila sér til áhorfenda." Aðspurður um líkindi milli hlutverks leikhússtjórans og útvarpsstjórans segir Magnús að þessi störf séu að mörgu leyti svipuð þó annað sé ólíkt. „Það eru viss líkindi. Í báðum tilvikum er um að ræða mikilvægar menningarstofnanir og ég er fyrst og fremst maður menningarinnar. RÚV er hins vegar töluvert stærra og stundum eru flóknari hagsmunir sem því tengjast. Það verður kærkomið að stíga aftur inn í leikhúsið og fá að andlega næringu. Sumir nýta fríið sitt í að liggja í sólinni en á næsta ári ætla ég að nýta það í að leikstýra og næra andann.“Spennandi tímar framundan Leikritið hefur enn ekki fengið íslenskt nafn en það er eftir enn vinsælasta gamanleikjahöfund í heimi, Ray Cooney. Verkið heitir Caught in the net á ensku og var fyrst gefið út árið 2007. Ray samdi meðal annars leikritin Nei Ráðherra! sem Magnús leikstýrði og naut gríðarlegra vinsælda. Gísli Rúnar Jónsson íslenskar verkið og búið er að koma saman glæsilegum hópi leikara. „Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er þessi flotti hópur af fólki sem ég verð að vinna með, algert einvalalið. Svo verður ekki lítið gaman að vinna aftur með gömlu vinunum í Borgarleikhúsinu.“Skemmtilegur leikhópur Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Í öðrum hlutverkum verða þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldór Gylfason og Hilmar Guðjónsson. „Við Ilmur erum í svipuðum sporum, því hún er einmitt að koma inn í leikhúsið aftur eftir nokkra fjarveru. Það er mikil eftirvænting og gleði hjá okkur öllum að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Magnús. Ilmur mun einnig taka sér stutt leyfi borgarstjórn á meðan æfingarnar fara fram.
Tengdar fréttir Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Sjá meira
Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00