Vaxtabætur dragast verulega saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Hratt hefur dregið úr greiðslum vaxta- og barnabóta síðustu ár. Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira