Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur Guðmundsson lenti upp á kant við Wilbek sem hætti og nú er Guðmundur að hætta líka. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen. Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen.
Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira