Bakteríur úr djúpsjó virkjaðar gegn blöðruhálskrabbameini Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Með tilkomu blóðprófsins PSA (Prostate specific antigen) fyrir um tveimur áratugum jókst fjöldi þeirra sem greinast verulega. nordicphotos/Getty Ný rannsókn bendir til þess að mögulegt sé að meðhöndla blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi með ljósnæmum bakteríum sem eiga uppruna sinn í djúpsjó. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu en eftir sem áður eru álitamálin nokkur um hvenær og hvort meðhöndla skuli meinið. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í hinu virta tímariti Lancet Oncology, en tæknin sem um ræðir var þróuð af Weizmann-stofnuninni í Ísrael ásamt líftæknifyrirtækinu Steba Biotech. Í umfjöllun BBC kemur fram að lyf, sem búið er til úr djúpsjávarbakteríum, er gefið í æð. Virkni þess er hins vegar á mjög afmörkuðu svæði þar sem meinið er að finna, og er lyfið gert virkt með því að beina að því lasergeisla. Í frétt BBC kemur einnig fram að rannsóknin, sem var framkvæmd á 47 spítölum í Evrópu, náði til 413 karlmanna með blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi, en eftir að meðhöndlun lauk hafði tekist að uppræta meinið hjá rúmlega 200 þeirra. Vægi rannsóknarinnar er talið mikið þar sem álitamál getur verið hvort æskilegt sé að meðhöndla meinið yfirhöfuð með þekktum aðferðum – en hefðbundin meðferð getur leitt til aukaverkana eins og þekkt er, svo sem getuleysis og þvagleka.Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans, segir að rannsóknin gangi út á að meðhöndla tiltekinn hóp karla með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sem uppfylla þau skilyrði að láta lítið yfir sér, og sé jafnvel hægt að fylgjast með án meðferðar. „Sá hluti kirtilsins er meðhöndlaður með lyfi sem gefið er í æð en verður eitrað nærri laserljósi. Slíku ljósi er komið fyrir í kirtlinum með þráðum sem stungið er í kirtilinn, þar sem meinið er talið vera. Samkvæmt þessari rannsókn virðist þessi meðferð leiða til þess að færri hafa meinið greinanlegt samanborið við þá sem ekki fengu slíka meðferð,“ segir Eiríkur og slær varnagla.Eiríkur JónssonÍ fyrsta lagi þurfi að spyrja hvort yfirleitt þurfi að meðhöndla þessa einstaklinga. Í öðru lagi sé eftirlitstíminn sem um ræðir skammur, eða að meðaltali tvö ár, en rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og mat á meðferð krefjist margra ára, jafnvel áratuga, eftirlitstíma. Meinið sé í flestum tilvikum hægfara og í þriðja lagi sé erfitt að greina nákvæmlega staðsetningu þess innan kirtilsins, og fyrir það líði slík aðferð sem í rannsókninni er lýst. „Það er þó nokkuð víst að í framtíðinni muni verða frekari framfarir í að meðhöndla krabbamein án þess að fjarlægja eða meðhöndla þurfi allt líffærið. Þá verða einnig framfarir í að styrkja okkur í því að skilja betur á milli þeirra sem þurfa á meðferð að halda og þeirra sem hlífa má við meðferð. Nefnd rannsókn er innlegg í slíka framtíðarhugsun,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að mögulegt sé að meðhöndla blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi með ljósnæmum bakteríum sem eiga uppruna sinn í djúpsjó. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu en eftir sem áður eru álitamálin nokkur um hvenær og hvort meðhöndla skuli meinið. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í hinu virta tímariti Lancet Oncology, en tæknin sem um ræðir var þróuð af Weizmann-stofnuninni í Ísrael ásamt líftæknifyrirtækinu Steba Biotech. Í umfjöllun BBC kemur fram að lyf, sem búið er til úr djúpsjávarbakteríum, er gefið í æð. Virkni þess er hins vegar á mjög afmörkuðu svæði þar sem meinið er að finna, og er lyfið gert virkt með því að beina að því lasergeisla. Í frétt BBC kemur einnig fram að rannsóknin, sem var framkvæmd á 47 spítölum í Evrópu, náði til 413 karlmanna með blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi, en eftir að meðhöndlun lauk hafði tekist að uppræta meinið hjá rúmlega 200 þeirra. Vægi rannsóknarinnar er talið mikið þar sem álitamál getur verið hvort æskilegt sé að meðhöndla meinið yfirhöfuð með þekktum aðferðum – en hefðbundin meðferð getur leitt til aukaverkana eins og þekkt er, svo sem getuleysis og þvagleka.Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans, segir að rannsóknin gangi út á að meðhöndla tiltekinn hóp karla með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sem uppfylla þau skilyrði að láta lítið yfir sér, og sé jafnvel hægt að fylgjast með án meðferðar. „Sá hluti kirtilsins er meðhöndlaður með lyfi sem gefið er í æð en verður eitrað nærri laserljósi. Slíku ljósi er komið fyrir í kirtlinum með þráðum sem stungið er í kirtilinn, þar sem meinið er talið vera. Samkvæmt þessari rannsókn virðist þessi meðferð leiða til þess að færri hafa meinið greinanlegt samanborið við þá sem ekki fengu slíka meðferð,“ segir Eiríkur og slær varnagla.Eiríkur JónssonÍ fyrsta lagi þurfi að spyrja hvort yfirleitt þurfi að meðhöndla þessa einstaklinga. Í öðru lagi sé eftirlitstíminn sem um ræðir skammur, eða að meðaltali tvö ár, en rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og mat á meðferð krefjist margra ára, jafnvel áratuga, eftirlitstíma. Meinið sé í flestum tilvikum hægfara og í þriðja lagi sé erfitt að greina nákvæmlega staðsetningu þess innan kirtilsins, og fyrir það líði slík aðferð sem í rannsókninni er lýst. „Það er þó nokkuð víst að í framtíðinni muni verða frekari framfarir í að meðhöndla krabbamein án þess að fjarlægja eða meðhöndla þurfi allt líffærið. Þá verða einnig framfarir í að styrkja okkur í því að skilja betur á milli þeirra sem þurfa á meðferð að halda og þeirra sem hlífa má við meðferð. Nefnd rannsókn er innlegg í slíka framtíðarhugsun,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira