Bakteríur úr djúpsjó virkjaðar gegn blöðruhálskrabbameini Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Með tilkomu blóðprófsins PSA (Prostate specific antigen) fyrir um tveimur áratugum jókst fjöldi þeirra sem greinast verulega. nordicphotos/Getty Ný rannsókn bendir til þess að mögulegt sé að meðhöndla blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi með ljósnæmum bakteríum sem eiga uppruna sinn í djúpsjó. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu en eftir sem áður eru álitamálin nokkur um hvenær og hvort meðhöndla skuli meinið. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í hinu virta tímariti Lancet Oncology, en tæknin sem um ræðir var þróuð af Weizmann-stofnuninni í Ísrael ásamt líftæknifyrirtækinu Steba Biotech. Í umfjöllun BBC kemur fram að lyf, sem búið er til úr djúpsjávarbakteríum, er gefið í æð. Virkni þess er hins vegar á mjög afmörkuðu svæði þar sem meinið er að finna, og er lyfið gert virkt með því að beina að því lasergeisla. Í frétt BBC kemur einnig fram að rannsóknin, sem var framkvæmd á 47 spítölum í Evrópu, náði til 413 karlmanna með blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi, en eftir að meðhöndlun lauk hafði tekist að uppræta meinið hjá rúmlega 200 þeirra. Vægi rannsóknarinnar er talið mikið þar sem álitamál getur verið hvort æskilegt sé að meðhöndla meinið yfirhöfuð með þekktum aðferðum – en hefðbundin meðferð getur leitt til aukaverkana eins og þekkt er, svo sem getuleysis og þvagleka.Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans, segir að rannsóknin gangi út á að meðhöndla tiltekinn hóp karla með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sem uppfylla þau skilyrði að láta lítið yfir sér, og sé jafnvel hægt að fylgjast með án meðferðar. „Sá hluti kirtilsins er meðhöndlaður með lyfi sem gefið er í æð en verður eitrað nærri laserljósi. Slíku ljósi er komið fyrir í kirtlinum með þráðum sem stungið er í kirtilinn, þar sem meinið er talið vera. Samkvæmt þessari rannsókn virðist þessi meðferð leiða til þess að færri hafa meinið greinanlegt samanborið við þá sem ekki fengu slíka meðferð,“ segir Eiríkur og slær varnagla.Eiríkur JónssonÍ fyrsta lagi þurfi að spyrja hvort yfirleitt þurfi að meðhöndla þessa einstaklinga. Í öðru lagi sé eftirlitstíminn sem um ræðir skammur, eða að meðaltali tvö ár, en rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og mat á meðferð krefjist margra ára, jafnvel áratuga, eftirlitstíma. Meinið sé í flestum tilvikum hægfara og í þriðja lagi sé erfitt að greina nákvæmlega staðsetningu þess innan kirtilsins, og fyrir það líði slík aðferð sem í rannsókninni er lýst. „Það er þó nokkuð víst að í framtíðinni muni verða frekari framfarir í að meðhöndla krabbamein án þess að fjarlægja eða meðhöndla þurfi allt líffærið. Þá verða einnig framfarir í að styrkja okkur í því að skilja betur á milli þeirra sem þurfa á meðferð að halda og þeirra sem hlífa má við meðferð. Nefnd rannsókn er innlegg í slíka framtíðarhugsun,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að mögulegt sé að meðhöndla blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi með ljósnæmum bakteríum sem eiga uppruna sinn í djúpsjó. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu en eftir sem áður eru álitamálin nokkur um hvenær og hvort meðhöndla skuli meinið. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í hinu virta tímariti Lancet Oncology, en tæknin sem um ræðir var þróuð af Weizmann-stofnuninni í Ísrael ásamt líftæknifyrirtækinu Steba Biotech. Í umfjöllun BBC kemur fram að lyf, sem búið er til úr djúpsjávarbakteríum, er gefið í æð. Virkni þess er hins vegar á mjög afmörkuðu svæði þar sem meinið er að finna, og er lyfið gert virkt með því að beina að því lasergeisla. Í frétt BBC kemur einnig fram að rannsóknin, sem var framkvæmd á 47 spítölum í Evrópu, náði til 413 karlmanna með blöðruhálskrabbamein á byrjunarstigi, en eftir að meðhöndlun lauk hafði tekist að uppræta meinið hjá rúmlega 200 þeirra. Vægi rannsóknarinnar er talið mikið þar sem álitamál getur verið hvort æskilegt sé að meðhöndla meinið yfirhöfuð með þekktum aðferðum – en hefðbundin meðferð getur leitt til aukaverkana eins og þekkt er, svo sem getuleysis og þvagleka.Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans, segir að rannsóknin gangi út á að meðhöndla tiltekinn hóp karla með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sem uppfylla þau skilyrði að láta lítið yfir sér, og sé jafnvel hægt að fylgjast með án meðferðar. „Sá hluti kirtilsins er meðhöndlaður með lyfi sem gefið er í æð en verður eitrað nærri laserljósi. Slíku ljósi er komið fyrir í kirtlinum með þráðum sem stungið er í kirtilinn, þar sem meinið er talið vera. Samkvæmt þessari rannsókn virðist þessi meðferð leiða til þess að færri hafa meinið greinanlegt samanborið við þá sem ekki fengu slíka meðferð,“ segir Eiríkur og slær varnagla.Eiríkur JónssonÍ fyrsta lagi þurfi að spyrja hvort yfirleitt þurfi að meðhöndla þessa einstaklinga. Í öðru lagi sé eftirlitstíminn sem um ræðir skammur, eða að meðaltali tvö ár, en rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og mat á meðferð krefjist margra ára, jafnvel áratuga, eftirlitstíma. Meinið sé í flestum tilvikum hægfara og í þriðja lagi sé erfitt að greina nákvæmlega staðsetningu þess innan kirtilsins, og fyrir það líði slík aðferð sem í rannsókninni er lýst. „Það er þó nokkuð víst að í framtíðinni muni verða frekari framfarir í að meðhöndla krabbamein án þess að fjarlægja eða meðhöndla þurfi allt líffærið. Þá verða einnig framfarir í að styrkja okkur í því að skilja betur á milli þeirra sem þurfa á meðferð að halda og þeirra sem hlífa má við meðferð. Nefnd rannsókn er innlegg í slíka framtíðarhugsun,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent