Toyota selur áfram mest Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Toyota RAV4 Hybrid á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. vísir/EPA Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent