"1-1-2 Get ég aðstoðað? Já takk. Í dag er versti dagur lífs míns“ Hjördís Garðarsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Auðvitað hefjast símtöl til Neyðarlínu ekki svona en þetta er samt staðreyndin á bak við fjölmörg símtöl sem þangað berast. Neyðarverðir tala á hverjum degi við fólk á versta degi lífs þess. Greina ástand og alvarleika og senda viðbragðsaðila á vettvang. Á sama tíma eru neyðarverðir að hugga þá sem eiga bágt og hughreysta þá sem hræddir eru. Í hvert sinn sem einhver veikist eða slasast, í hvert sinn sem hús brennur og í hvert sinn sem jörð skelfur þá hefst aðkoma viðbragðsaðila á símtali til Neyðarlínu. Biðin eftir því að einhver mæti á staðinn er löng og á meðan beðið er, er neyðarvörðurinn á línunni eina haldreipi þess sem hringir. Þó að neyðarverðir komi aldrei á slysavettvang eru þeir á staðnum. Þó að neyðarvörður taki ekki líkamlega þátt í endurlífgun telur hann samt hnoð. Góður neyðarvörður staðsetur sig í huganum á vettvangi og vinnur mál sín þannig. En slík vinnubrögð eru andlega erfið. Ímyndunaraflið er ekkert endilega vinur neyðarvarðar. Það er erfitt að vera fjarlægur og geta ekki haldið í höndina á barninu sem grætur. Það er erfitt að þurfa að kveðja þegar aðrir viðbragðsaðilar mæta á vettvang og vita aldrei hvernig málinu lauk. Lifði viðkomandi eða dó?Andlega krefjandi Starf neyðarvarða er andlega krefjandi og því mikilvægt að hugað sé vel að andlegri heilsu þeirra. Ein helsta orsök brotthvarfs neyðarvarða úr starfi er kulnun vegna andlegs álags. Neyðarvörður má ekki taka málin inn á sig, en á sama tíma verður hann að geta sett sig í aðstæður þess sem hringir. Neyðarlínan hefur á undanförnum árum lagt vinnu í að skapa vinnuumhverfi þar sem andlegri heilsu er sinnt til jafns við líkamlega meðal annars í gegnum handleiðslu, með aðgangi neyðarvarða að sálfræðiþjónustu og námskeiðum í sálrænni skyndihjálp. En það má alltaf gera betur. Það er því með stolti sem Neyðarlínan kemur að því að halda ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ sem haldin verður á Hilton 2.-4. nóvember næstkomandi. Að ráðstefnunni standa ásamt Neyðarlínu Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi. Á ráðstefnunni verða færustu sérfræðingar á sviði sálræns stuðnings við viðbragðsaðila. Er það von þeirra sem að ráðstefnunni standa að hún verði upphaf nýrrar vitundavakningar er varðar sálrænan stuðning við íslenska viðbragðsaðila. Enginn viðbragðsaðili ætti að láta þessa ráðstefnu framhjá sér fara. „Í dag er versti dagur lífs þíns.“ Ég skal gera mitt allra besta til að hjálpa þér og vegna þjálfunar minnar og þess sálræna stuðnings sem ég fæ ætla ég að vera í standi til að svara næsta símtali líka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað hefjast símtöl til Neyðarlínu ekki svona en þetta er samt staðreyndin á bak við fjölmörg símtöl sem þangað berast. Neyðarverðir tala á hverjum degi við fólk á versta degi lífs þess. Greina ástand og alvarleika og senda viðbragðsaðila á vettvang. Á sama tíma eru neyðarverðir að hugga þá sem eiga bágt og hughreysta þá sem hræddir eru. Í hvert sinn sem einhver veikist eða slasast, í hvert sinn sem hús brennur og í hvert sinn sem jörð skelfur þá hefst aðkoma viðbragðsaðila á símtali til Neyðarlínu. Biðin eftir því að einhver mæti á staðinn er löng og á meðan beðið er, er neyðarvörðurinn á línunni eina haldreipi þess sem hringir. Þó að neyðarverðir komi aldrei á slysavettvang eru þeir á staðnum. Þó að neyðarvörður taki ekki líkamlega þátt í endurlífgun telur hann samt hnoð. Góður neyðarvörður staðsetur sig í huganum á vettvangi og vinnur mál sín þannig. En slík vinnubrögð eru andlega erfið. Ímyndunaraflið er ekkert endilega vinur neyðarvarðar. Það er erfitt að vera fjarlægur og geta ekki haldið í höndina á barninu sem grætur. Það er erfitt að þurfa að kveðja þegar aðrir viðbragðsaðilar mæta á vettvang og vita aldrei hvernig málinu lauk. Lifði viðkomandi eða dó?Andlega krefjandi Starf neyðarvarða er andlega krefjandi og því mikilvægt að hugað sé vel að andlegri heilsu þeirra. Ein helsta orsök brotthvarfs neyðarvarða úr starfi er kulnun vegna andlegs álags. Neyðarvörður má ekki taka málin inn á sig, en á sama tíma verður hann að geta sett sig í aðstæður þess sem hringir. Neyðarlínan hefur á undanförnum árum lagt vinnu í að skapa vinnuumhverfi þar sem andlegri heilsu er sinnt til jafns við líkamlega meðal annars í gegnum handleiðslu, með aðgangi neyðarvarða að sálfræðiþjónustu og námskeiðum í sálrænni skyndihjálp. En það má alltaf gera betur. Það er því með stolti sem Neyðarlínan kemur að því að halda ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ sem haldin verður á Hilton 2.-4. nóvember næstkomandi. Að ráðstefnunni standa ásamt Neyðarlínu Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi. Á ráðstefnunni verða færustu sérfræðingar á sviði sálræns stuðnings við viðbragðsaðila. Er það von þeirra sem að ráðstefnunni standa að hún verði upphaf nýrrar vitundavakningar er varðar sálrænan stuðning við íslenska viðbragðsaðila. Enginn viðbragðsaðili ætti að láta þessa ráðstefnu framhjá sér fara. „Í dag er versti dagur lífs þíns.“ Ég skal gera mitt allra besta til að hjálpa þér og vegna þjálfunar minnar og þess sálræna stuðnings sem ég fæ ætla ég að vera í standi til að svara næsta símtali líka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun