"1-1-2 Get ég aðstoðað? Já takk. Í dag er versti dagur lífs míns“ Hjördís Garðarsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Auðvitað hefjast símtöl til Neyðarlínu ekki svona en þetta er samt staðreyndin á bak við fjölmörg símtöl sem þangað berast. Neyðarverðir tala á hverjum degi við fólk á versta degi lífs þess. Greina ástand og alvarleika og senda viðbragðsaðila á vettvang. Á sama tíma eru neyðarverðir að hugga þá sem eiga bágt og hughreysta þá sem hræddir eru. Í hvert sinn sem einhver veikist eða slasast, í hvert sinn sem hús brennur og í hvert sinn sem jörð skelfur þá hefst aðkoma viðbragðsaðila á símtali til Neyðarlínu. Biðin eftir því að einhver mæti á staðinn er löng og á meðan beðið er, er neyðarvörðurinn á línunni eina haldreipi þess sem hringir. Þó að neyðarverðir komi aldrei á slysavettvang eru þeir á staðnum. Þó að neyðarvörður taki ekki líkamlega þátt í endurlífgun telur hann samt hnoð. Góður neyðarvörður staðsetur sig í huganum á vettvangi og vinnur mál sín þannig. En slík vinnubrögð eru andlega erfið. Ímyndunaraflið er ekkert endilega vinur neyðarvarðar. Það er erfitt að vera fjarlægur og geta ekki haldið í höndina á barninu sem grætur. Það er erfitt að þurfa að kveðja þegar aðrir viðbragðsaðilar mæta á vettvang og vita aldrei hvernig málinu lauk. Lifði viðkomandi eða dó?Andlega krefjandi Starf neyðarvarða er andlega krefjandi og því mikilvægt að hugað sé vel að andlegri heilsu þeirra. Ein helsta orsök brotthvarfs neyðarvarða úr starfi er kulnun vegna andlegs álags. Neyðarvörður má ekki taka málin inn á sig, en á sama tíma verður hann að geta sett sig í aðstæður þess sem hringir. Neyðarlínan hefur á undanförnum árum lagt vinnu í að skapa vinnuumhverfi þar sem andlegri heilsu er sinnt til jafns við líkamlega meðal annars í gegnum handleiðslu, með aðgangi neyðarvarða að sálfræðiþjónustu og námskeiðum í sálrænni skyndihjálp. En það má alltaf gera betur. Það er því með stolti sem Neyðarlínan kemur að því að halda ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ sem haldin verður á Hilton 2.-4. nóvember næstkomandi. Að ráðstefnunni standa ásamt Neyðarlínu Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi. Á ráðstefnunni verða færustu sérfræðingar á sviði sálræns stuðnings við viðbragðsaðila. Er það von þeirra sem að ráðstefnunni standa að hún verði upphaf nýrrar vitundavakningar er varðar sálrænan stuðning við íslenska viðbragðsaðila. Enginn viðbragðsaðili ætti að láta þessa ráðstefnu framhjá sér fara. „Í dag er versti dagur lífs þíns.“ Ég skal gera mitt allra besta til að hjálpa þér og vegna þjálfunar minnar og þess sálræna stuðnings sem ég fæ ætla ég að vera í standi til að svara næsta símtali líka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað hefjast símtöl til Neyðarlínu ekki svona en þetta er samt staðreyndin á bak við fjölmörg símtöl sem þangað berast. Neyðarverðir tala á hverjum degi við fólk á versta degi lífs þess. Greina ástand og alvarleika og senda viðbragðsaðila á vettvang. Á sama tíma eru neyðarverðir að hugga þá sem eiga bágt og hughreysta þá sem hræddir eru. Í hvert sinn sem einhver veikist eða slasast, í hvert sinn sem hús brennur og í hvert sinn sem jörð skelfur þá hefst aðkoma viðbragðsaðila á símtali til Neyðarlínu. Biðin eftir því að einhver mæti á staðinn er löng og á meðan beðið er, er neyðarvörðurinn á línunni eina haldreipi þess sem hringir. Þó að neyðarverðir komi aldrei á slysavettvang eru þeir á staðnum. Þó að neyðarvörður taki ekki líkamlega þátt í endurlífgun telur hann samt hnoð. Góður neyðarvörður staðsetur sig í huganum á vettvangi og vinnur mál sín þannig. En slík vinnubrögð eru andlega erfið. Ímyndunaraflið er ekkert endilega vinur neyðarvarðar. Það er erfitt að vera fjarlægur og geta ekki haldið í höndina á barninu sem grætur. Það er erfitt að þurfa að kveðja þegar aðrir viðbragðsaðilar mæta á vettvang og vita aldrei hvernig málinu lauk. Lifði viðkomandi eða dó?Andlega krefjandi Starf neyðarvarða er andlega krefjandi og því mikilvægt að hugað sé vel að andlegri heilsu þeirra. Ein helsta orsök brotthvarfs neyðarvarða úr starfi er kulnun vegna andlegs álags. Neyðarvörður má ekki taka málin inn á sig, en á sama tíma verður hann að geta sett sig í aðstæður þess sem hringir. Neyðarlínan hefur á undanförnum árum lagt vinnu í að skapa vinnuumhverfi þar sem andlegri heilsu er sinnt til jafns við líkamlega meðal annars í gegnum handleiðslu, með aðgangi neyðarvarða að sálfræðiþjónustu og námskeiðum í sálrænni skyndihjálp. En það má alltaf gera betur. Það er því með stolti sem Neyðarlínan kemur að því að halda ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ sem haldin verður á Hilton 2.-4. nóvember næstkomandi. Að ráðstefnunni standa ásamt Neyðarlínu Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi. Á ráðstefnunni verða færustu sérfræðingar á sviði sálræns stuðnings við viðbragðsaðila. Er það von þeirra sem að ráðstefnunni standa að hún verði upphaf nýrrar vitundavakningar er varðar sálrænan stuðning við íslenska viðbragðsaðila. Enginn viðbragðsaðili ætti að láta þessa ráðstefnu framhjá sér fara. „Í dag er versti dagur lífs þíns.“ Ég skal gera mitt allra besta til að hjálpa þér og vegna þjálfunar minnar og þess sálræna stuðnings sem ég fæ ætla ég að vera í standi til að svara næsta símtali líka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun