Ólöglega staðið að ábyrgðum hjá LÍN Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 1. október 2016 07:00 Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun