Ólöglega staðið að ábyrgðum hjá LÍN Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 1. október 2016 07:00 Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar