Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:41 Sigurjón Þ. Árnason við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/gva „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00