Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:41 Sigurjón Þ. Árnason við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/gva „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00